�?að bætist í einstaka dagskrá �?jóðhátíðar í Eyjum og nú tilkynnum við með stolti engan annan en Helga Björns og Röggu Gísla sem munu bæði stíga á svið á sunnudagskvöldinu ásamt Sverri Bergmann og Friðrik Dór og syngja sín vinsælustu lög fyrir brekkuna. En það er ekki bara dagskráin á sunnudagskvöldinu sem bætir við sig listafólki heldur er föstudagskvöldið einnig að þéttast og nú tilkynnum við söngkonuna frábæra Sylvíu en hún hefur vakið mikla athygli á árinu með vinsælum lögum – og hljómsveitina Dikta þekkja allir en þessi magnaða hljómsveit stígur á svið þetta sama kvöld í Herjólfsdal.
Dagskráin á �?jóðhátíð í Eyjum hefur aldrei verið glæsilegri og nú þegar er búið að tilkynna Quarashi, FM95Blö, Emmsjé Gauta, Agent Fresco, �?lf �?lf, Retro Stefson, Rigg, Jón Jónsson, Sturla Atlas, GKR, Herra Hnetusmjör, Júníus Meyvant ásamt því að Sverrir Bergmann, Friðrik Dór og hljómsveitin Albatross sem Halldór Gunnar Pálsson stýrir flytja �?jóðhátíðarlagið í ár.