Hin árlega sjö tinda ganga verður farin næstkomandi laugardag og hefst gangan kl.11:30. við Klaufina. Gengið verður hringinn í kringum Stórhöfða þar næst upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjall. �?að kostar 2.000 kr í gönguna og þessi peningur rennur allur til krabbameinsvarnar í Vestmannaeyjum.
Hægt er að finna nánari upplýsingar á
facebook síðu göngunnar.