Árleg Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli verður haldin hátíðleg næstkomandi helgi. Um er að ræða þétta dagskrá þar sem allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi.
Dagskrá föstudaginn 26. ágúst
19:00 Súpurölt
Eins og löng hefð er fyrir verður boðið upp á hinar ýmsu gerðir af súpu á föstudagskvöldinu. Bæði er boðið upp á súpu í þéttbýlinu og dreifbýlinu. Í þeim götum á Hvolsvelli, þar sem súpa er í boði, verða settir niður staurar með auglýsingu í hvorn enda götunnar.
Dagskrá laugardaginn 27. ágúst
Kynnir: Bjarni töframaður
13:00 Setning
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra setur hátíðina
13.10 Leikhópurinn Lotta
Sýningar Lottu eru þekktar fyrir mikið stuð og góðan húmor fyrir alla
aldurshópa. Á Kjötsúpuhátíð flytur leikhópurinn söngvasyrpu sem er brot
af því besta gegnum árin og fara nokkrar vel valdar persónur með
hátíðargesti í smá ævintýraferðalag.
13:40 Sveitalistarmaður Rangárþings eystra
Sveitalistarmaður Rangárþings eystra er útnefndur í þriðja sinn en það er
Menningarnefnd Rangárþings eystra sem stendur fyrir valinu.
13.45 Írena Víglundsdóttir
Írena Víglundsdóttir syngur nokkur lög fyrir gesti. Írena hefur verið í
söngnámi við Tónlistarskóla Rangæinga og m.a. sungið með
sönghópnum Rangárdætur við góðan orðstýr.
14:00 Bjarni töframaður
Ásamt því að vera kynnir þá mun Bjarni töframaður bjóða upp á nokkur
stórskemmtileg töfrabrögð. Bjarni hefur verið í fremstu röð íslenskra
töframanna um áraraðir og því eiga gestir von á góðri skemmtun.
14.20 Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra
Verðlaun verða afhent fyrir snyrtilegasta garðinn, snyrtilegasta býlið og
snyrtilegasta fyrirtækið en það er Umhverfis- og náttúruverndarnefnd
Rangárþings eystra sem stendur fyrir valinu.
14.30 Rjómatertukast
Alþingiskosningar eru framundan og hver framboðsflokkur sendir
keppendur í fjörugt rjómatertukast.
Keppendur eru:
Björt Framtíð �?? Páll Valur Björnsson, alþingismaður
Framsóknarflokkur �?? Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður
Píratar �?? Oktavía Hrund Jónsdóttir, 2. sæti í Suðurkjördæmi
Samfylking �?? Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg
Sjálfstæðisflokkur – Ragnheiður Elín Árnadóttir, Iðnaðar- og
viðskiptaráðherra
Vinstri græn �?? Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, stefnir á forystusæti flokksins í
Suðurkjördæmi
Viðreisn �?? Bjarni Halldór Janusson, stjórnarmaður í Viðreisn
15.00 Súpa í boði SS
SS býður upp á sínar bragðgóðu súpur eins og fyrri ár.
15:30 Börn úr Hvolsskóla lesa upp ljóð eftir valinkunna heimamenn
Börnin, sem hafa tekið þátt í Stóru
upplestrarkeppninni sl. vetur flytja ljóð eftir tvo valinkunna heimamenn.
15:40 Barnakór Hvolsskóla
Barnakór Hvolsskóla, undir dyggri stjórn Ingibjargar Erlingsdóttur, mun
flytja nokkur lög en kórinn er í óða önn að undirbúa ferð sína til Klarup í
Danmörku í haust.
16:00 N1 Vatnknattleikurinn
Midgard og South Coast munu keppa í gríðarlega spennandi
vatnknattleik, Sjón er sögu ríkari.
16:20 Sigurvegarar í skreytingakeppni tilkynntir
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir best skreytta garðinn, frumlegustu
skreytinguna og best skreyttustu götuna á Kjötsúpuhátíð 2016
16:30 Pollapönk á hátíðarsviði með krakka- og fjölskyldufjör
Hljómsveitin Pollapönk er landsþekkt fyrir skemmtilegan flutning og
fjölbreytt lög. Hljómsveitin stígur á stokk í lok dagskrár og heldur uppi
fjörinu á útidansleik.
21:00 Brenna og brekkusöngur
3. Kynslóðir Rangæinga stýra fjöldasöng á ,,Vallarsöng�?�
Halldór Hrannar Hafsteinsson
Árni �?ór Guðjónsson
Helgi Hermannsson
Flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitarinnar Dagrenningar
23: 30 Ball með Albatross í félagsheimilinu Hvolnum
Hljómsveitin Albatross er ný af nálinni en skaust upp á vinsældarlista í sumar með þjóðhátíðarlaginu Ástin á sér stað. Hljómsveitina skipa þeir Sverrir Bergmann Magnússon, Halldór Gunnar Pálsson, Helgi Egilsson, Halldór Smárason og heimamaðurinn og trommarinn geðþekki �?skar �?ormarsson.
Dagskrá sunnudagurinn 28. ágúst
10:30 Söguganga um Hvolsvöll
Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, leiðir gönguna sem hefst við Íþróttamiðstöðina.