Bjarni og feðgarnir Hörður og Friðrik sýna í Einarsstofu

Það var vel mætt á sýningu Sifjar Sigtryggsdóttur og Adda í London í Einarsstofu á laugardaginn sem var sú fimmta í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. 

Og áfram er haldið og á morgun sýna Bjarni Sigurðsson, sem stýrir eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og Friðrik Harðarson með eigin myndir og myndir sem faðir hans, Hörður Sigurgeirsson, ljósmyndari skildi eftir sig þegar hann lést.

Bjarni er ekki bara kokkur, hann er líka ljósmyndari og verður gaman að sjá hvaða augum hann sem aðkomumaður lítur náttúru Vestmannaeyja.

Sjá einnig: Kokkurinn á bak við myndavélina

Friðrik rær á sömu mið en hefur verið lengur að og tekur við af föður sínum sem myndaði mikið í Eyjum um og eftir miðja síðustu öld. Samtals ná myndir þeirra feðga yfir 70 ára tímabil í sögu Vestmannaeyja.

Sýningin hefst klukkan 13,00 á morgun, laugardag og er í Einarsstofu.

Hér er ein af brimmyndum Friðriks.

 

 

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.