Katarzyna, Svabbi Steingríms og Jói Listó í Einarsstofu

Nú er komið að tólftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Þau þrjú sem sýna að þessu sinni eru Katarzyna Żukow-Tapioles, Jói Listó og Svavar Steingrímsson.

Varð ekki fyrir vonbrigðum

Katarzyna, sem er frá Póllandi hefur búið hér síðan í mars sl. og verður gaman að sjá hennar sjónarhorn á Vestmannaeyjar og lífið hér. Hún kom hingað frá Spáni í leit að betra lífi og varð ekki fyrir vonbrigðum.

Áhrifamiklar myndir sem segja sögu mikilla átaka

Jói, sem þekktur er fyrir listaverk sín sýnir á sér nýja hlið. Hann hefur ekki verið að flagga ljósmyndum sem hann hefur tekið en þær spanna áratugi. Svabbi kom mörgum á óvart í sumar þegar hann sló upp ljósmyndasýningu í Svölukoti á Goslokahátíðinni í sumar. Vakti hún mikla athygli enda áhrifamiklar myndir sem segja sögu mikilla átaka.

Sýningarnar orðnar fastur liður hjá fólki

Sýning bræðranna Heiðars og Egils Egilssona á laugardaginn síðasta var bæði vel sótt og heppnaðist vel. Ekki er ástæða til annars en að margir leggi leið sína í Einarsstofu á laugardaginn því sýningarnar eru orðnar fastur liður hjá fólki sem finnst góð tilbreyting að sjá fallegar myndir, sýna sig og sjá aðra.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.