Matthías Ragnarsson, nýstúdent, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og byrjaði á dæmisögunni um froskinn sem komst á toppinn af því að hann lét ekki skoðanir annarra og álit hafa áhrif á sig.
�??Froskurinn gæti verið ég eða einhver annar af útskriftarnemendunum hér í dag. Vonandi stefnum við öll hærra, stúdentsprófið er fyrsti áfanginn. Að ná þessum fyrsta merka áfanga, gekk misvel hjá okkur, tók mislangan tíma, vorum misheyrnarlaus, sumir komust strax á toppinn, engar hindranir, meðan aðrir höfðu kannski minni trú á sjálfum sér, og voru nánast í frjálsu falli, nefnum engin nöfn,�?? sagði Matthías.
Hann sagði gott bakland og stuðning samt gríðarlega mikilvægan, það að missa trúna á sjálfum sér sé ekki gott. �??�?hætt er að segja að hvatningu og stuðning höfum við fengið hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Heimilislegur skóli með vingjarnlegu og góðu starfsfólki, þar sem vel er haldið utan um nemendur. �?g held að flestir ef ekki allir af útskriftarnemendum séu sammála mér þegar ég segi, að þetta hefur verið skemmtileg rússíbanaferð, með sínum hæðum og lægðum.
Á þessum tíma höfum við lært margt og mikið, margt spennandi og annað minna spennandi, því sitt sýnist hverjum um hvað er skemmtilegt, sem betur fer. En hér hefur okkur liðið vel, eignast dýrmæta vini, og átt góðar stundir. Skólinn hér er eins og ein stór fjölskylda, þar sem Helga skólastjóri og Björgvin aðstoðskólastjóri eru nokkurskonar foreldrar skólans, eða öllu heldur eins og amma og afi, sem maður sér kannski ekki oft, en þegar maður kíkir í heimsókn þá finnur maður fyrir hlýhug og trúnni sem þau hafa á manni.
Kennararnir eru eins foreldrar okkar, við vitum að það á að hlusta á þá, því þeir vita næstum alltaf betur en oft getur verið erfitt og leiðinlegt, að hlusta á það sem þeir hafa að segja, en að sjálfsögðu hafa þeir á endanum rétt fyrir sér.
�?á er hægt að líkja yngri samnemendum okkar í skólanum sem yngri systkinum, þar sem það kemur fyrir að þeim sé strítt pínulítið en eru ómissandi hluti af fjölskyldunni, þau læra af okkur sem eldri erum og vitrari, eða öllu heldur lífsreyndari.�??
Matthías sagði að það væri kannski skrýtið að líkja menntaskóla við eitthvað álíka fallegt eins og fjölskyldan er. �??En á minni stuttu en farsælu skólagöngu hér í Framhaldskólanum lærði ég að sjá fegurðina við það að fara alla leið og ljúka einhverju. Eins og oft hefur verið sagt, þá er það leiðin en ekki áfangastaðurinn sem maður man meira eftir og ég held að í þessu tilviki eigi það vel við.
Hvað framtíðin ber í skauti sér er óráðið hjá flestum okkar. Nú munu margir möguleikar opnast, hvort sem það verður að stofna fjölskyldu, fyrirtæki, fara á atvinnumarkaðinn eða áframhaldandi nám. Hvað sem verður fyrir valinu, þá skiptir mestu máli að gera eitthvað sem er gaman og veitir ánægju, lífið er alltof stutt til að drepast úr leiðindum.
Hvernig okkur vegnar á eftir að koma í ljós, einhverjir hugsanlega misstíga sig, flestir eiga greiða leið fyrir höndum og jafnvel eigum við eftir að heyra neikvæðnisraddir sem draga úr okkur kjark og þor. �?á er gott að muna eftir heyrnalausa froskinum, enginn gat sagt honum að klif væri ekki fyrir hann, hann hafði sjálfstraust, kjark, þor og vilja til að komast á toppinn og ég vona að það eigi við okkur öll,�?? sagði Matthías að endingu.