Í allt haust hafa athafnamennirnir Daði Pálsson og Sigurjón Ingvarsson unnið að breytingum á Vigtarhúsinu sem þeir keyptu síðasta sumar. Hugmyndir þeirra eru að byggja ofan á húsið, þrjár til fjórar hæðir þar sem verða 10 til 14 íbúðir. Á jarðhæðinni verða bílageymslur, húsnæði fyrir þjónustu og verslun og veitingahús í norðurendanum. �?eir segja áhuga fyrir íbúðum, bæði hér og uppi á landi. �?eir stefna á að afhenda fyrstu íbúðirnar í haust og að framkvæmdum verði lokið fyrir áramót.
Vigtarhúsið stendur við austurhluta hafnarinnar við Fiskiðjuna með útsýni til hafnarinnar og Heimakletts. �?egar liggja fyrir samþykktir fyrir byggingaráformum Vigtarinnar �?? Fasteignafélags sem Daði og Sigurjón stofnuðu um byggingu íbúðanna.
Eyjafréttir litu á þá félaga í Vigtarhúsinu á mánudagsmorguninn en húsið er miklu stærra en ætla mætti, gólfflötur ofan á því er um 400 fermetrar. Í Vigtarhúsinu sjálfu er búið að rífa niður veggi, byggja undir lyftuhús og unnið er að því að gera klára bílageymslu. Undir er stór kjallari þar sem verða lagnir og fleira.
Daði segir að samþykkt hafi verið bygging fjöleignarhúss ofan á Vigtarhúsið þar sem fjórar íbúðir verða á annarri og þriðju hæð og tvær íbúðir á fjórðu hæð. Á jarðhæð verður kaffihús og miðbæjartengd starfsemi. �??Á sama fundi í umhverfis- og skipulagsráði var samþykkt að fara með breytingu á skipulagi í auglýsingu og ef það verður samþykkt mun bætast ein hæð ofan á húsið, samtals verða íbúðirnar þá 14 talsins,�?? sagði Daði.
Hann segir að upphafið hafi verið í byrjun síðasta árs þegar þeir félagar sáu að Strandvegur 30, Vigtarhúsið, var auglýst til sölu. �??Við ákváðum að skoða húsið og sáum möguleika í að byggja þarna nýjar íbúðir. Við gerðum tilboð í húsið sem samþykkt var í bæjarráði.�??
Sigurjón segir að þeir hafi samið við Marey arkitekta og Björgvin Björgvinsson byggingatæknifræðing um hönnun hússins og hófst vinna við hana í sumar. �??Leitast var við að húsið félli sem best að svæðinu og haldið yrði útlínum Vigtarhússins. Upphaflega átti húsið að vera fjórar hæðir en vegna annarra byggingaráforma á svæðinu ákvað skipulagsnefnd að breyta skipulagi á svæðinu þannig að mögulegt verður að byggja fimm hæða hús og munum við gera það ef þau áform ganga eftir,�?? sagði Sigurjón.
�??Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við hönnun og útliti hússins en íbúðirnar verða frá 70 fermetrum og upp í tæplega 120 fm. Við munum afhenda íbúðirnar tilbúnar undir tréverk nema um annað sé samið. Íbúðirnar eru komnar í sölu hjá fasteignasölu Helga Bragasyni lögmanni og og talsverður áhugi hefur verið og búið er að gera fyrstu tvo samninga um sölu þannig að við erum bjartsýnir á að sala muni ganga vel,�?? sagði Daði.
Framkvæmdir eru komnar á fullt og stefnt að því að fyrstu íbúðir verði tilbúnar til afhendingar haustið 2017 og húsið fullbúið í lok árs 2017 en allt mun stjórnast m.a. af veðri og öðrum ytri aðstæðum. �??�?á mun það skipta máli ef leyft verður að byggja eina hæð í viðbót,�?? sögðu þeir félagar.