Ljós í enda gangnanna
25. maí, 2021

Kvikmyndin The Rock sló í gegn í vinahópnum mínum í æsku. Þar flýja Nicholas Cage og Sean Connery fangelsi á ævintýralegan hátt. Fangelsi sem var á eyju, notabene. 

Það lágu nefnilega leynigöng út úr fangelsinu og bæði Cage og Connery fannst þeir ekki hafa neitt til saka unnið til að verðskulda að vera þar. Þeirra biðu mikilvægari verkefni og hetjuskapur. Eftir stórhættulegan flótta úr fangelsinu var loks ljós í enda gangnanna. Þeir komust í burtu.

Í fyrra skall Covid-19 á Íslendingum. Ég varð pabbi í annað sinn þann 21. mars í fyrra og þremur dögum síðar fórum við til Vestmannaeyja – hættulegasta Covid stað heimsins. Þannig leið manni. Listi yfir þá sem maður þekkti og höfðu smitast hafði lengst og lengst. Við að koma með nýfætt barn á þessa stórhættulegu eyju! Áður en farið var úr borginni fór ég í þá rosalegustu verslunarferð sem ég hef nokkurn tímann farið. Ég meina, ég ætlaði ekki að fara reglulega í búð á þessari hættulegu eyju með nýfætt barn heima. Búðarferðin var það vel lukkuð að við gátum verið í hýði mjög lengi og öllum heilsaðist vel.

Það sem maður er þakklátastur fyrir í þessum heimsfaraldri er að enginn nákominn hafi orðið mjög veikur. Og í kringum mig er fólk í áhættuhópi. Auðvitað skiptir þetta mestu, það segir sig sjálft, en því miður voru ekki allir svona heppnir.

Virkilega margt breyttist í Covid og margt af því má endilega halda sér. Það er t.a.m. allt of algengt að ætlast sé til að maður faðmi eða taki í höndina á einhverjum fyrir kurteisissakir. Og jafnvel kyssi! Nei, það er nú samt þannig að oft langar mann einmitt að rífa í spaðann á einhverjum eða knúsa. En ég væri alveg til í að það myndi haldast þannig að það sé ekki fyrsta mál á dagskrá við hvern sem er.
    Annað sem ég væri til í að halda er eðlilegt pláss í verslunum. Allt of oft lendir maður í því að andardráttur annarar manneskju fer langt með það að feykja eyrnasnepplinum til og frá vegna óeðlilegar nærveru í biðröð. Já, eða að maður fái hálfpartinn á kjaftinn og nefið þegar einhver ryðst inn á manns einkasvæði og er fyrir löngu búinn að glata því að vita hvað sé eðlilegt magn af ilmvatni. Þetta geta verið beinlínis hættulegar aðstæður.
    Þriðja er að við sáum svo rosalega vel hvað hægt er að vinna mikið heima. Í þessu eru tækifæri fyrir okkur Vestmannaeyinga, sem og landsbyggðina alla. Við eigum að leggja ennþá meiri áherslu á að fá til okkar fólk sem vinnur jafnvel annarstaðar. Fundir í tölvunni hafa oft hentað miklu betur í Covid heldur en venjulegur fundur fyrir Covid. Ég myndi þó aldrei vilja skipta raunheimafundum út fyrir netheiminn. Jafnvægi, takk. Þessu fylgdi reyndar líka áskorun fyrir marga vinahópa, þegar ekki mátti hittast. Við erum þrír bestu vinir úr æsku og er ekki meiri bógur í okkur en svo að við búum allir í heimabæ konunnar; ég í Eyjum, einn á Sauðárkróki og einn á Reyðarfirði. Við vinirnir héldum engu að síður nokkur bjórkvöld í Covid og veit ég að þau munu lifa áfram. Skál á Skype! (Hljómar betur en Talað á Teams…)
    Síðasta sem mig langar að nefna er að fyrir okkur sem eigum auðvelt með að fá frunsu (og köllum alltaf sár á vörina, því frunsa er svo ógeðslegt orð eitthvað) er snilld að geta bara vippað upp grímunni ef maður þarf að fara í búð eða eitthvað. Gríman mun lifa áfram, þó að ég muni nota hana eins lítið og hægt er. Ég er reyndar á því að eftir u.þ.b. þrjú ár munum við lesa greinar um að grímur skiptu engu í baráttu við Covid – en bíðum og sjáum með það.

Okkur finnst við eflaust öll vera að afreka eitthvað rosalegt, hetjuskap jafnvel, því að Covid er senn á enda. Við erum að sigrast á þessu stríði sem við vildum aldrei taka þátt í.

Við erum nefnilega að upplifa að lífið er ekki lengur í fangelsi á eyju í myndinni The Rock. Nú sjáum við ljós í enda gangnanna og maður minn hvað það er góð tilfinning!

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst