Mánudaginn 19. júní sl. var kvenréttindadeginum fagnað í Sagnheimum en þann sama dag árið 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri langþráðan kosningarétt og kjörgengi til Alþingis en baráttan hafði þá staðið yfir frá árinu 1885. �?ess má einnig geta að sama ár fengu karlkyns vinnumenn 40 ára og eldri einnig kosningarrétt. Í kjölfarið átti að lækka aldurstakmarkið árlega um eitt ár þar til það væri komið niður í 25 ár, til jafns við þann rétt sem karlmenn sem voru fjár síns ráðandi höfðu. Frá þessu var fallið árið 1920 og fengu allir 25 ára og eldri kosningarétt, óháð kyni og atvinnu. Jafnrétti allra skilgreindra fullorðinna varðandi kosningarétt var þó ekki fyllilega náð fyrr en 1984 en þá var kosningaaldurinn lækkaður niður í 18 ár.
Ímyndir kvenleikans Íslandi
Dagskráin í Sagnheimum hófst á laginu Jolene í glæsilegum flutningi frænknanna Hafdísar Víglundsdóttur, Söru Renee Griffin og Soffíu Marý Másdóttur en þær lokuðu einnig dagskránni með öðrum vel völdum baráttusöngvum kvenna.
Guðný Gústafsdóttir, kynjafræðingur og verkefnastýra við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, hélt síðan fyrirlestur undir heitinu Jafnréttustu konur í heimi en hann fjallar um stöðu kvenna og ímyndir kvenleikans á Íslandi í gegnum árin en hún fjallaði um efnið í doktorsritgerð sinni.
Samkvæmt Guðnýju hefur ímynd kvenna á Íslandi samtímans verið samofin kynjafnrétti. Ímyndin á rætur í sögunni og var á síðustu áratugum styrkt með félagslegum athöfnum, svo sem með kosningu Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta árið 1980 og framboði Kvennalistans til Alþingis. �?egar ímyndin er hins vegar mátuð við stöðu kvenna kemur í ljós ákveðin mótsögn. �?rátt fyrir framgang kvenna, formlegt kynjajafnrétti, mikla menntun og atvinnuþátttöku, hafa völd og áhrif kvenna í hinu opinbera rými haldist takmörkuð.
Að fyrirlestrinum loknum var opið fyrir spurningar og kaffi og konfekt í boði fyrir gesti. Ekki er annað hægt að segja en að fundargestir hafi skemmt sér vel enda fyrirlesturinn fróðlegur og málefnið brýnt. Til hamingju með kvenréttindadaginn!