Trausti Hjaltason, sérfræðingur hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hafnareyrar ehf. og tekur þar til starfa í haust. Hann situr í bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir Sjálfstæðisflokkinn. �?etta kemur fram á vef Vinnslustöðvarinnar, vsv.is.
Tekur hann við af Arnari Richardssyni sem er nýr framkvæmdastjóri Bergs – Hugins ehf. Hafnareyri er dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stofnað í byrjun árs 2015 og þjónar starfsemi félagsins til sjós og lands en einnig öðrum viðskiptavinum. Skipaafgreiðsla Vestmannaeyja og Eyjaís eru deildir í Hafnareyri, einnig frystigeymsla VSV, saltfiskgeymslan Stakkshús og verkstæði iðnaðarmanna.
Trausti er með meistarapróf í lögfræði og BA-próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hann var framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV 2010-2012 og hefur eftir það starfað hjá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja.
�??Nýja starfið verður að ýmsu leyti miklu nær því sem ég gerði hjá ÍBV en lífeyrissjóðnum nú. �?etta er tækifæri sem ég vildi grípa, enda er margt áhugavert í gangi í Hafnareyri og í allri VSV-samstæðunni. Vissulega mikil breyting en afar spennandi verkefni sem ég hlakka til að fást við,�?? segir framkvæmdastjórinn nýráðni við vsv.is.
0
TIL BAKA