Um liðna helgi var lögreglan kölluð til vegna ágreinings á milli dyravarða og gests við eitt af öldurhúsum bæjarins. �?arna höfðu orðið átök á milli dyravarða og gestsins sem endaði með því að gesturinn óskaði eftir aðstoð lögreglu.
Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um ölvun við akstur en alls liggja fyrir 20 mál er varða brot á umferðarlögum. Flestar kærurnar eru vegna ólöglegarar lagninga ökutækja og vanrækslu á notkun öryggisbeltis við akstur.
Lögreglan vill í tilefni af Goslokahátíðar um komandi helgi minna foreldra og forráðamenn barna á útivistareglurnar og bendir á að börn og ungmenni eiga ekkert erindi á skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd.