Niðurstaða frá �?rskurðarnefnd velferðarmála vegna umsóknar um ferðaþjónustu lá fyrir síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Tilefnið er að í nóvember 2016 barst umsókn um að sveitarfélagið myndi gera 12 mánaða tilraunasamning við þjónustuþega, um allt að 60 leigubílaferðir í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu í mánuði hverjum.
Í fundargerð segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir á fundi ráðsins þann 30. nóvember 2016 sem hafnaði erindinu á þeim forsendum að það félli ekki undir reglur Vestmanneyjabæjar um ferðaþjónustu sveitarfélagsins.
�?rskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun ráðsins á þeim forsendum að ekki hafi farið fram nægilegt þjónustumat við umsókn viðkomandi um ferðaþjónustu. �?rskurðarnefndin metur svo að beina hefði átt umsókninni í slíkt ferli eftir að hún barst sveitarfélaginu. Vestmannaeyjabæ er því gert að taka umsóknina til nýrrar meðferðar sem þegar hefur verið gert.