Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar munu koma fram í Höllinni á fimmtudagskvöld en þeir eru hluti af afar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá yfir Goslokahelgina. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jónas sem kvaðst spenntur fyrir Eyjaferðinni.
�?að verða tónleikar á fimmtudaginn, við hverju má fólk búast? �??Bara algjöru dúndri, ég held að þetta verði rosa gaman. �?g hef verið á leiðinni til í Eyja í langan tíma en nú höfum við verið á tveggja vikna túr um landið og komum við í Eyjum á leiðinni á Eistnaflug, tímasetningin gæti ekki verið betri,�?? sagði Jónas hress að vanda.
Lagið �??Vígin falla�?? var um skeið á toppi vinsældalista Rásar 2 fyrr á þessu ári. Er ekki alltaf gaman að sjá lögin sín njóta velgengni? �??Jú, rosa gaman, við vorum líka á toppnum á Bylgjunni á tímabili sem er mjög skemmtilegt. Sum lögin ná toppnum á vinsældalista og önnur komast í spilun víðar sem er ekki síður skemmtilegt,�?? sagði Jónas og bætir við að hann hafi alltaf haft gaman að því að koma til Eyja að spila.
�??Mér finnst það alltaf mjög gaman alveg frá því ég var í Sólstranda-
gæjunum, það voru margir Eyjamenn sem tóku ástfóstri við þá hljómsveit. Eftir að hljómsveitin hætti kom ég reglulega á 67 til að trúbba og það var alltaf rosa partí. Maður er líka svo tengdur menningunni hérna, þessari útgerðarmenningu. Svo kom ég náttúrulega fram á �?rettándanum með lúðrasveitinni um árið og það var alveg geggjað,�?? sagði Jónas að lokum.