Ísleifur Arnar Vignisson, sem betur er þekktur sem Addi í London verður með ljósmyndasýningu goslokahelgina í Akóges. Sýningin verður opnuð á morgun, 6. júlí klukkan 20.00 og verður opin til 22.00.
�??�?g byrjaði að taka ljósmyndir fljótlega eftir gos og hef verið að síðan,�?? segir Addi. �??�?að eru þessi stóru viðburðir eins og þjóðhátíð sem hafa verið viðfangsefnið hjá mér. Líka náttúran þar sem ég er m.a. með Smáeyjarnar fyrir utan stofugluggann og fylgist með þegar sólin er að setjast sem oft er mikið sjónarspil. Fuglalífið er líka endalaus uppspretta góðra mynda en núna sakna ég lundans sem er í mikilli lægð.�??
Addi vann í Fiskiðjunni á sínum tíma og nú í Vinnslustöðinni. �??�?g hef tekið margar myndir á báðum stöðum og ég verð með sitt lítið af þessu öllu á sýningunni. Í allt verða þetta 30 til 40 myndir sem ég sýni og eru þær allar til sölu.�??