Klukkan 18.00 í dag opnar Magni Freyr Ingason sýningu á verkum sínum í Húsi Taflfélagsins að Heiðarveg níu. Sýninguna kallar hann Trú, tákn og tilfinningar.
�??Verkin eru akrýlmyndir og myndir með blandaðri tækni unnar á striga. Myndirnar hef ég unnið undanfarin tvö ár þannig að þetta er yfirlitssýning á vinnu minni síðustu misseri. �?ema sýningar er Trú, tákn og tilfinningar. Myndlistarferill minn hófst fyrir rúmlega tveimur árum og er ég sjálfmenntaður í myndlist,�?? segir Eyjamaðurinn Magni Freyr.
�??�?g hef í gegnum árin verið virkur í tónlist og var í Tónlistarskóla Vestmannaeyja í mörg ár og lærði þar á trompet og píanó. Einnig var ég eitt ár í Tónlistarskóla FÍH á slagverk. Var svo einnig mikið í hljómsveitarbransanum og stofnaði ásamt vinum mínum hljómsveitina Hoffman sem flestir bæjarbúar ættu að þekkja en þar var ég trommuleikari í rúmlega átta ár.
Bíð alla hjartanlega velkomna á sýninguna. Opnun sýningar er fimmtudaginn 6. júlí kl. 18.00 í Sal Taflfélagsins Heiðarvegi 9 og svo alla helgina frá kl. 13.00 til 18.00. Vonast til að sjá sem flesta goslokagesti.