Clara Sigurðardóttir, leikmaður ÍBV, er um þessar mundir á Norðurlandamóti með U-17 ára liði Íslands í knattspyrnu en mótið fer fram í Oulu í Finnlandi. Á mótinu lék Ísland í riðli með Finnum, Frökkum og Svíum og hafnaði íslenska liðið á toppnum, þó með jafn mörg stig og Frakkar og Finnar eða sex talsins.