Hluti viðbyggingar hússins Blátinds Heimagötu 12 sem stóð út úr hrauninu í goslok 1973 varð fljótlega táknmynd þeirra byggðar sem fór undir hraun og ösku í Heimaeyjargosinu. Árin og áratugir liðu, en í júní 2013 40 árum eftir gos féll síðasti hluti Blátinds.
Áhugi að ganga að rústum Blátinds eftir gos var ávallt til staðar og hafði aðgengi að svæðinu verið bætt. Síðasta haust ákváðu bæjaryfirvöld að endurgera gluggahlið Blátinds með einhverjum hætti og var leitað til Arnars Sigurmundssonar að mynda vinnuhóp úr hópi þeirra sem komu að verkefninu Húsin í hrauninu hjá Visku sem Arnar stýrði og skilaði af sér 23. janúar 2013.
�??Hópurinn tók fljótlega til starfa og vann að verkefninu með fulltrúum umhverfis- og skiplagsráðs og �?ekkingarseturs Vestmannaeyja. Í upphafi var áformað freysta þess að tengja saman veggbrotin í gluggahlið Blátinds en það reyndist ógerlegt. Var þá ákveðið að endurgera gluggaliðina með svalahandriðinu og hafa hana sem allra líkasta því sem var. Jafnframt var ákveðið að segja sögu hússins og fjölskyldunnar sem þar bjó frá upphafi 1942 og fram að gosinu 1973.
Aðalverktaki við við verkið er Ársæll Sveinsson, húsasmíðameistari og hófst útivinna í byrjun maí sl. Að auki hafa ýmsir iðnaðarmenn komið að verki og umhverfið gert aðgengilegt og einnig verður hægt að skoða það sem eftir stendur að rústum Blátinds. Myndirnar á skjánum eru fjölbrettar og koma þar um tugur ljósmyndara við sögu. Flestrar myndirnar tók Sigurgeir Jónasson í Skuld.
Á goslokahátíð föstudaginn 7. júlí kl. 17.00 verður endurgerð gluggahliðar Blátinds vígð . Nýtt útiskilti með upplýsingum hefur verið komið upp og einnig verður hægt að skoða í gegnum gluggann 30 rúllandi myndir á stórum sjónvarpsskjá sem tengjast sögu hússins, fjölskyldunnar og eldgossins á Heimaey 1973,�?? segir í frétt frá hópnum.