Eftir að fyrir lá að við gætum ekki fengið skip sem er nákvæmlega eins og Akranesið með öll sömu skírteini og Samgöngustofa hafði gefið vilyrði fyrir óskuðum við eftir því að Akranesið sjálf kæmi til þessarar þjónustu. Eimskip brást hratt við og vildi fyrir alla muni vinna með okkur að slíkri tilraun og í raun átti ég ekki von á öðru en að samþykki yrði auðfengð,” segir Elliði Vignisson um stöðu mála um að fá viðbótarskip við hlið Herjólfs um �?jóðhátíðina.
“�?g hafði enda fengið jákvæð viðbrögð við samskonar skipi og Eimskip hafði jú fengið heimild fyrir siglingum milli Reykjvíkur og Akranes. �?að kom mér því á óvart að nú kom allt í einu annað hljóð í strokkinn og Samgöngustofa lagðist gegn því að Akranesið kæmi, þrátt fyrir að hafsvæðið hér á milli sé C hafsvæði rétt eins og í Faxaflóanum þar sem skipið er að þjónusta núna.”
Eftir að hafa ráðfært sig við lögmenn telur Elliði að í þeirri afstöðu Samgöngustofu um að neita bænum að nýta Akranesið gæti mikils ósamræis miðað við fyrri ákvörðun stofnunarinnar. “�?g lít sem svo á að með þessu sé jafnræði og meðlahóf brotið og hef því falið lögmanni Vestmannaeyjabæjar að leggja fram stjórnsýslukæru til Innanríkisráðuneytisins strax. Vonandi fáum við úrskurð á morgun svo hægt verði að hefja undirbúning sem fyrst.
Samgöngur skipta okkur hér í Eyjum öllu. Við megum ekki gefast upp fyrir sleifarlagi og tölvum sem segja nei. Ef með þarf verða þingmenn og ráðherrar að stíga fast inn í þetta mál. �?ar liggur ábyrgðin á samgöngum milli lands og Eyja eins og öllum öðrum samgöngum.”