Hvítu tjöldin hafa fylgt þjóðhátíð frá fyrstu tíð þó þau hafi breyst í tímans rás. Allir vanda til undirbúningsins sem útheimtir mikla vinnu og ekki er í kot vísað þegar kíkt er í heimsókn. �?etta er sameiginlegt verkefni fjölskyldunnar sem margar hafa komið sér hefðum sem ganga frá einni kynslóð til annarrar.
Eyjafréttur fengu í kíkja í tjöldin hjá �?nnu Lilju Tómasdóttur, Sólborgu Gunnarsdóttur og Emmu Pálsdóttur sem allar standa undir nafni sem þjóðhátíðarhúsmæður.
Emma Pálsdóttir ásamt fjölskyldu sinni á sinn fasta samastað hjá �?ingholtstjöldunum í Dalnum. Tjaldið er með þeim stærri með eldhúsi og stofu með sófasetti og öllu.
Maður hlakkar alltaf jafn mikið til þjóðhátíðarinnar. �?egar hátíðin nálgast fer ég að huga að því hvað þarf að baka. Spjalla við stelpurnar og saman ákveðum við hvað skal gera. Og við sláum í tertur, muffins, pitsusnúða og fleira.
�?að þarf að fara í gegnum þjóðhátíðardótið, hvort nóg sé til af bollum, glösum, diskum, vaskafat, viskustykki, borðtuskur og þvottalögur. �?á má ekki gleyma kaffikönnunni og kaffipokunum. Finna til skrautið í tjaldið og myndir sem við hengjum upp. �?að þarf mjólk og sykur í kaffið og pott fyrir pyslurnar.
Fimmtudagurinn fer í smyrja, samlokur og flatkökur. Á föstudeginum hefst fjörið sem stendur fram á mánudagsmorgun og þá er bara eftir að taka niður og þrífa sem getur verið mikið verk.
Anna Lilja Tómasdóttir: Er að fara á mína fertugustu hátíð
.jpg)
.jpg)
�?g er mjög mikil þjóðhátíðamanneskja og elska að undirbúa þjóðhátíð. Er að fara á mína fertugustu, hef aðeins sleppt úr þremur. Við eignuðumst nýlega okkar fyrsta tjald fjölskyldan en fyrir það vorum við ásamt systkinum mömmu og þeirra afkomendum saman í tjaldi.
�?g er soldil pjattrófa í mér og finnst mjög gaman að gera huggulegt í tjaldinu fyrir hátíðina, þar sem ýmisskonar húsgögnum er komið fyrir m.a. mjög stórum furuskáp sem pabbi gerði upp og bekkjum sem fylgdu okkur frá foreldrum mínum. Og auðvitað er alls konar punt, það verður allt að vera í stíl.
Er nokkuð fastheldin á að vera með það sama á borðum í tjaldinu og það mikið að eina þjóðhátíðina vaknaði ég upp með fæðingarhríðir og ákvað að hendast strax í að gera salat sem öllum finnst ómissandi í tjaldinu, gat ekki hugsað mér að það vantaði á veisluborðið. �?að fengu allir að njóta þess nema ég sem náði ekki í Dalinn heldur var í því hlutverki að koma barni í heiminn. Eftir það er salatið alltaf kallað hríðarsalat.
Rjómaterta og fleira gott
En annars er þetta yfirleitt þannig að á föstudeginum á setningunni komum við með rjómatertu, brúntertu, lagtertu, snúða, muffins, kleinur, sýrópsvínarbrauð, flatkökur, salat og kex og auðvitað gott kaffi og gos. Nú hefur verið lögð fram ósk frá frumburðinum að það verði humarrúllur á borðum og aldrei að vita nema þeim verði bætt við.
Á laugardeginum er það bara alls konar sem prýðir veisluborðið, höfum verið með alls kyns brauð og álegg og kruðerí en erum búin að ákveða það að í ár verði ostaveisla í tjaldinu, smá tilbreyting. �?essi dagur hefur alltaf verið frjálslegastur og við komið bara með það sem okkur dettur í hug í það og það skiptið.
Á sunnudeginum bökum við mamma alltaf sinnhvorn skammtinn af skonsum og bjóðum uppá nýbakaðar skonsur með kaffinu og það hefur alltaf verið mjög vinsælt. En það er alltaf eitthvað sætabrauð með.
Kvöldin eru alltaf eins, þá eru það humarsamlokur, túnfisksamlokur, flatkökur og lufsur sem eru algjör snilld, upprúllaðar tortillapönnukökur með fyllingu sem vekja alltaf svaka lukku.
�?ó svo að mér finnist gaman að undirbúa og vera með nóg að borða í tjaldinu þá finnst mér það sem mestu máli skiptir að fá að hafa fólkið mitt hjá mér og njóta þessarar frábæru fjölskylduskemmtunar með öllu fólkinu mínu.
Gítarspil hefur alltaf skipað stóran sess í tjaldinu okkar og í ár verða í fyrsta skipti í okkar tjaldi að spila saman 3 kynslóðir á gítar.
Við búum til okkar eigin söngbók með gömlum og nýjum lögum sem er mjög sniðugt þegar fólk kíkir inn þá geta allir sungið með.
Sólrún Gunnarsdóttir: �?jóðhátíðin á Manhattan
.jpg)

Á Manhattan búa alls 13 manns yfir þjóðhátíðina svo það eru margar hendur, misstórar reyndar sem koma að undirbúningnum. �?að hafa eins og gengur skapast fastar hefðir í kringum tjaldið og matarstússið. En það besta er að það er aldrei nein pressa og alltaf ákveðið fyrir þjóðhátíð að ef einhver nennir ekki að búa eitthvað til þá sé alltaf til snakk og ídýfa til að redda málunum.
Við erum með margt af þessu hefðbundna eins og flatkökur með hangikjöti, lagtertur, kleinur, pizzusnúða, tortillavefjur og þess háttar. �?að er alltaf fínna kaffi og hnallþóra á föstudeginum og einnig hefur verið lagður metnaður í þjóðhátíðartertugerð fyrir setninguna og hafa Sigrún Bryndís og Kiddi verið þar fremst í flokki. Læt ég fylgja hér með mynd af þjóðhátíðartertunni 2015 sem Sigrún gerði og þótti einkar vel heppnuð.
Á laugardeginum er svo alltaf heitur Doritos réttur í kaffitímanum og fylgir uppskriftin hér, rétturinn er ómissandi til að ná sér í orku fyrir áframhaldandi skemmtun.
�?jóðhátíðarbrauðréttur
�?� 4 stórar tortillakökur
�?� 2 chiliostasósur
�?� 1 salsasósa
�?� 1 rauð paprika
�?� 8 sneiðar skinka eða
kjúklingabitar
�?� Tæplega einn poki Doritos ostasnakk mulið.
�?llu blandað saman og sett á milli laga af tortillakökunum og rifinn ostur yfir allt saman. Bakað í ofni þar til ostur er bráðinn.
Innflutningspartýið sem var haldið fyrst fyrir 17 árum síðan en er árvisst og eina nóttina er alltaf brölt með í Dalinn stóran kút af mohítói. Myntulaufum sem stolið er úr næsta garði, límónum og hrásykri er þá bara skellt í blandarann og sett saman við vökvann til að flýta fyrir drykkjargerðinni.
Á síðustu árum hefur veiðimaður mikill verið gestur okkar á þjóðhátíð og hefur hann boðið upp á hluta af bráð sinni í ,,innflutningspartýinu�?�. M.a hefur hann gert gómsætar hreindýrabollur með tartarsósu og er uppskriftin hér:
Bollur a la Roberto
�?� 500-700 gr hreindýrahakk
�?� 1 bolli haframjöl
�?� ½ laukur, saxaður smátt
�?� 1 pk púrrulaukssúpa
�?� salt, pipar, timian eftir smekk og 1 msk villibráðakraftur
�?� ½ -1 dl mjólk, eftir því hvað hakkið er blautt.
�?llu blandað saman og búnar til litlar bollur sem borðaðar eru með tartarsósu.
Í brekkunni á kvöldin er svo stundum tekin með ,,Fyrsta hjálp �?ingholtarans�?� eins og sjá má á mynd og búinn til �?ingholtari eftir leyniuppskrift frá Stínu Páls. �?að eru þó allnokkrir sem kunna þá uppskrift en flestir eru þeir laukatengdir.
Á sunnudagskvöldinu borðum við svo alltaf kjúklingasúpu í Dalnum og fjöldi matargesta þar hefur verið frá 20 og upp í 60 manns. �?að er orðinn órjúfanlegur partur af helg-
inni. Svo hafa einstaklega sniðugir bræður sem eru tjaldbúar stöku sinnum tekið upp á því að hafa þemakvöld til dæmis Donald Trump þema og neonþema. Svo það er alltaf mjög skemmtilegt hjá okkur.