“�?etta á að vera sameiginlegt verkefni okkar allra en ekki einkamál Eyjamanna. Í öðrulagi þá finnst mér þetta vera áminning fyrir eftirlitskerfið á Íslandi. Hlutverk þeirra er mikilvægt en þegar svona er gengið fram þá er hætt við tiltrú fólks á eftirlitinu minnki. �?að er vont að þurfa að stóla á eftirlit með eftirlitinu.
Nú þegar þessi niðurstaða liggur fyrir með þessum hætti er mikilvægt fyrir okkur að nota byrinn og sækja á ný. Næsta stóra skref okkar er að tryggja að rekstur Herjólfs verði á forræði okkar heimamanna. Við tökum okkar hlé frá baráttunni til að gleðjast á �?jóðhátíðinni en svo hefst baráttan fyrir bættum samgöngum á ný.�??