Vestmannaeyjar voru hluti af stærsta skátamóti Íslandssögunnar sem haldið var í síðustu viku. Alls tóku yfir 5000 skátar á aldrinum 18 til 25 ára frá 95 löndum þátt í mótinu, World Scout Moot. �?átttakendur dreifðust um allt land og komu 410 frá 50 löndum til Vestmannaeyja þar sem Skátafélagið Faxi tók á móti þeim. Margt var á dagskrá og var tíminn nýttur til góðra verka, hefbundinna skátastarfa og að sjálfsögðu var brugðið á leik. Fengu gestir að kynnast íslensku veðri í allri sinni fjölbreytni en allt gekk að óskum og allir héldu héðan glaðir.
�??�?etta voru um 410 manns sem komu hingað, 360 þátttakendur og 50 manna starfslið,�?? segir Frosti Gíslason, félagsforingi Faxa sem ásamt Ármanni Höskuldssyni mótstjóra í Eyjum, Sif Pálsdóttur, landslagsarkitekt, Friðriki �?ór Steindórssyni umsjónarmanni framkvæmda, Marínó Sigursteinssyni, pípara, Flóvent Mána Theodórssyni, tæknistjóra, Páli Zóphóníassyni f.v. félagsforingja, Gísla M. Sigmarssyni framkvæmdamanni og Smára McCarthy alþingismanni að undirbúningi og framkvæmd mótsins.
�??Skátarnir komu á þriðjudagskvöldið og settu upp tjaldbúðir í Skátastykkinu en vegna veðurs var ákveðið að setja ekki upp stóru matartjöldin sem sýndi sig að vera rétt ákvörðun. Um nóttina rauk hann upp í eina 32 metra á sekúndu í kviðum og brotnuðu súlur í 12 tjöldum. Fleiri voru í vandræðum því farangur átta gesta hafði orðið eftir í Barcelóna.�??
Segir Frosti að þarna hafi Eyjamenn sýnt hvaða mann þeir hafa að geyma þegar fólk lendir í vandræðum. �??Ýmsir hlupu til og lánuðu hlý föt og lánuðum við skátarnir í Faxa þátttakendum nokkur tjöld sem þeir fóru svo með á �?lfljótsvatn þar sem hópurinn verður síðustu fjóra dagana.�??
Kenndu ný skátatrix
Eiginleg dagskrá hófst svo á miðvikudagsmorguninn og var full dagskrá alveg fram að brottför á laugardaginn. �??�?að var boðið upp á göngur á Heimaklett og Eldfell ásamt hinni rómuðu 7 tinda göngu, róið á kappróðrarbátum, synt í sjónum í flotgalla. Gestum var boðið í Sagnheima og Sæheima sem var vel þegið og svo fóru allir að sjálfsögðu í sund og var slegið upp sundlaugarpartý fyrir mannskapinn. Erlendu skátarnir hittu einnig skátakrakkana okkar héðan úr Eyjum og héldu með þeim skátafundi, fóru í leiki og kenndu þeim ný skátatrix�??
Stóra skemmtunin var á fimmtudagskvöldið í Skátastykkinu.
�??�?á sáu gestirnir um að skemmta sér sjálfir og haldinn var varðeldur. Elliði bæjarstjóri kom og þakkaði fyrir frábæra samfélagsvinnu skátanna í Eldfelli og Klifi og víðar og endaði hann ræðu sína með því að fá skátana í einn fjöldasöng með sér og söng af stórkostlegri list. Sæþór Vídó tók nokkur lög sem allir gátu sungið og dansað með. �?að var allt í boði þetta kvöld, söngur, gleði, skemmtun og dans og mikið fjör.
�?tlögum sýnd virðing
Ein eftirminnilegasta stundin var þegar við vígðum húsið okkar formlega. �?að heitir nú �?tlagar til heiðurs Skátaflokknum �?tlögum sem brottfluttir skátar frá Vestmannaeyjum stofnuðu í Reykjavík fyrir 75 árum en við fengum sjálfan �?skar �?ór Sigurðsson útlaga til að koma og afhjúpa skiltið á húsinu.�??
�??Á föstudagskvöldið var slegið upp sundlaugarpartíi með tónlist og á eftir bauð Grímur kokkur öllum upp á humarsúpu sem sló svo sannarlega í gegn. Á eftir var varðeldur og farið í að ganga frá matartjöldunum,�?? segir Frosti en laugardagurinn fór svo í frágang og tiltekt áður en haldið var á brott.
1200 vinnustundir
�??�?að var gaman að upplifa þetta samfélag þar sem allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Við komum að ýmsum samfélagverkefnum, eins og sáningu í Eldfelli sem er sameiginlegt verkefni Vestmannaeyjabæjar og Vinnslustöðvarinnar. Við bárum á í Klifinu og sáðum fræi, gróðursettum tré í Skátastykkinu og komum þar fyrir leiktækjum. Í allt lagði þessi 400 manna hópur fram 1200 klukkustundir í vinnu á meðan á dvölinni stóð.�??
Frosti segir að allir hafi farið héðan alsælir. �??Fólk heillaðist af náttúru Eyjanna og ég veit að það er verið að skipuleggja skátaferðir til Vestmannaeyja. �?að komu ekki upp nokkur vandamál og öll umgengni og tiltekt var til mikillar fyrirmyndar. Eftir blástur fyrstu nóttina brast á hann á með blíðu. �?að var dásamlegt að vera þátttakandi
í þessu móti sem sýnir okkur
hvað skátarnir eru góð uppeldishreyfing.�??
Frosti vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sjálfboðaliða og fyrirtækja sem lögðu þeim lið við undirbúninginn og framkvæmd mótsins. �??�?etta fólk hjálpaði okkur að halda frábært mót og skapa skemmtilegar minningar hjá öllum sem hér voru og munu vara ævina á enda,�?? sagði Frosti að lokum.
Hér má sjá myndir frá mótinu.