Hún Gróa vinkona mín á Leiti lifir góðu lífi og heimsækir Vestmannaeyjar reglulega. Hér þekkir hún hvern krók og kima og ekki er til sá Eyjamaður sem hún ekki þekkir með nafni að minnsta kosti. Hróður hennar berst víða og hún vandar vel til verka í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur, þá sérstaklega umtali og kjaftasögum af vinum sínum og kunningjum.
Ein slík kjaftasaga, safarík og spennandi, barst á borð til hennar fyrr í mánuðinum. Sú ágæta saga hljóðar, hvorki meira né minna en upp á andlát mitt! �?g get fullvissað ykkur um að sú er ekki raunin, enda veit hún Gróa stundum ekki hvort hún er að koma eða fara. �?g lifi og þér munuð lifa.
En uppruni sögunnar á sér þó augljósar skýringar. �?annig er nefnilega mál með vexti að á dögunum seldi bræðrafélag, er kennir sig við mitt nafn, næststærsta djásn félagsins, tjaldið. (Stærsta djásn félagsins er auðvitað �?? og verður um alla tíð �?? fallegasta mannvirkið í Dalnum, Vitinn. Svo fallegt er mannvirkið að bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, taldi sig knúinn til að útnefna það með þeim titli við formlega athöfn fyrir fáeinum árum).
Hýsti einhver alræmdustu partýhöldin
Satt að segja veit ég ekki hvað þeim kumpánum, Vinum mínum, stóð til með þessum viðskiptum. Blessað tjaldið, sem hýst hefur Vitavígsluna og einhver alræmdustu partýhöld þjóðhátíða síðustu 13 ára, er nú horfið á brott í hendur einhverra vanvita sem vita sjálfsagt ekki einu sinni hvað tjaldhæll er. �?g get vart orða bundist; er í sannleika sagt bara alveg brjálaður! Og heimilislaus í þokkabót!
Og hvað verður það næst? �?tla þeir að selja Pálma í Stórhöfða Vitann? �?á fyrst fengi nú Tuborgtjaldið einhverja alvöru samkeppni. Nei, meðan ég dreg andann fer Vitinn ekki fet. �?etta tjald má til fjandans fara í ljósi þess sem orðið hefur en Vitinn skal halda áfram að lýsa okkur veginn í Dalinn og úr honum aftur undir merkjum VKB. Hann er nefnilega ekki bara fallegasta mannvirkið í Dalnum, heldur einnig það mikilvægasta. �?að er meira en hefur nokkurn tímann verið hægt að segja um þetta andskotans tjaldskrípi!
Tárvotur og geðhrærður bið ég ykkur vel að lifa, óska ykkur gleðilegrar �?jóðhátíðar og við sjáumst hress og kát á Vitavígslu VKB, fimmtudaginn 3. agúst kl. 22:35, við rætur fallegasta �?? og mikilvægasta �?? mannvirkis Dalsins.