Bjartur Týr �?lafsson hefur undanfarin ár séð um bjargsigið á þjóðhátíð en bjargsigið hefur verið fastur liður í Herjólfsdal í hart nær 100 ár. Í samtali við Eyjafréttir segist Bjartur hafa fengið áhuga á klifri og slíku ungur að aldri en í dag hefur þessi áhugi leitt hann út í fjallaleiðsögn er hann hefur lifibrauð sitt af.
�??�?g er að vinna sem fjallaleiðsögumaður fyrir íslenska fjallaleiðsögumenn og er mest staðsettur í Skaftafelli,�?? segir Bjartur en þarna hefur hann starfað í að verða fjögur ár.
Hvenær byrjaðir þú að fá áhuga á sigi, klifri og öðru slíku? �??�?g fékk áhuga á klifri í gegnum pabba en með honum fór ég ungur út í Suðurey í lundaveiði og eggjatínslu. Áhuginn þróaðist síðan yfir í Björgunarfélagið og síðar út í fjallaleiðsögn,�?? segir Bjartur sem svarar því jafnframt játandi aðspurður hvort bjargsigið á þjóðhátíð hafi verið draumurinn. �??Já, ætli það hafi ekki verið draumur. �?g man vel eftir bjargsiginu frá því að ég var krakki og mér fannst það alltaf bæði rosalega spennandi og fallegt.�??
Er þetta ekkert óhuggulegt eða ertu bara orðinn vanur þessu? �??�?g er alltaf frekar rólegur yfir siginu. Hef bara mjög gaman af því. �?g æfi sigið alltaf í vikunni fyrir þjóðhátíð til þess að síga á réttum hraða, ekki of hratt og ekki of hægt.�??
Hvernig lýst þér á á �?jóðhátíðina í ár? �??�?g er spenntur fyrir hátíðinni eins og alltaf. Einhvern veginn nær �?jóðhátíðin alltaf að toppa þá síðustu,�?? segir Bjartur sem lætur sig ekki vanta. �??�?g hef alltaf mætt og á ekki von á því að það breytist í bráð.�??