�?lafur F Magnússon fyrrverandi borgarstjóri hefur sent frá sér nýtt lag sem ber titilinn Við Ræningjatanga. Myndband við lagið er komið í spilun á Youtube en �?lafur samdi sjálfur bæði lag og texta.
Höfundur samdi ljóðið í mars árið 2014 og lagið skömmu síðar. �?að var hljómsett og hljóðritað af Vilhjálmi Guðjónssyni, árið 2015. �?lafur syngur lagið sjálfur en Gunnar �?órðarson sér um gítarútsetninguna og gítarleikinn. Myndbandið má finna hér að ofan.
�?lafur sendi lagið Fjallkonan í undankeppni Eurovision árið 2014 og gaf einnig út lögin Gott og göfugt hjarta og Ferðabæn. Myndbandið við lagið Við Ræningjatanga var tekið upp fyrr í sumar í Vestmannaeyjum við Ræningjatanga, þar sem ráðist var inn í Heimaey í Tyrkjaráninu. Friðrik Grétarsson sá um bæði kvikmyndatöku og klippingu. �?lafur segir hafa flutt lagið með tár á hvarmi, hryggur yfir örlögum síns fólks í Eyjum.
Í samtali við Vísi segir �?lafur að lagið sé bæði �??Ástarljóð til Vestmannaeyja og sorgarsöngur yfir Tyrkjaráninu.�??
Ljóðið Við ræningjatanga hljóðar þannig:
Hunsuð voru hædd og kvalin,
hneppt í þrældóm yfir sæ.
�?rlög margra ætíð falin,
ég aldrei þetta skilið fæ.
Munum þessa menn og hrundir,
máttur gleymsku rammur er.
Um Vestmannaeyja víðu grundir,
varðveit þjáning; fólksins ber.