Morgunblaðið, mbl.is og K-100 sem heyra undir Árvakur og 365 miðlar, vísir.is, Bylgjan og Stöð 2 fylgdust vel með undirbúningi þjóðhátíðar og hátíðinni sjálfri án þess að vera með fyrirfram ákveðnar meiningar um þessa stærstu útihátíð landsins.
�?eir greindu frá því sem miður fór, kynferðisbrotum, fíkniefnamálum og öðrum málum sem komu til kasta lögreglu. �?að var gert af fagmennsku og án fordæmingar en þessir miðlar sáu líka ljósu hliðina á �?jóðhátíð Vestmannaeyja og misstu ekki áhugann þegar í ljós kom að lögreglumál náðu ekki pari við venjulega helgi í Reykjavík.
Sighvatur Jónsson, Eyjamaður á K-100 hefur í mörg ár verið með kvikmyndavélina á lofti á þjóðhátíð og er örugglega vel nestaður í þáttinn sinn út vikuna eftir að hafa fylgst með því sem fram fór í Herjólfsdal um helgina.
Eyjamaðurinn og ljósmyndarinn �?feigur Lýðsson var stöðugt á vaktinni fyrir Moggann og Bylgjan var með beina útsendingu alla dagana þar sem Ásgeir Páll fór á kostum. �?á má ekki gleyma beinni útsendingu Stöðvar 2 frá Brekkusöngnum sem gaman var að skoða eftir að heim var komið. Hafið þökk fyrir.
Síðast en ekki síst er það svo okkar maður á Eyjafréttum, �?skar Pétur, sem alltaf er með myndavélina á lofti og sá líka vísir.is fyrir myndum alla helgina. Já okkar menn stóðu sig vel.
�?að er svo lítið skrýtið að telja þetta þakkarvert en svona er veruleikinn okkar. �?að þýðir ekkert að bera sig illa yfir fréttum um það sem miður fer en hér er líka margt jákvætt að gerast og því hafa Morgunblaðið og Stöð 2 komið myndarlega til skila án þess þó að telja sig allrar þjóðarinnar.
Og nú endurtekur sagan sig í bikarnum þar sem sumir standa sig betur en aðrir.