Að hlusta á 16.000 manna kór syngja einum rómi og það af lífi og sál gerist hvergi nema í Brekkusöng á �?jóðhátíð Vestmannaeyja sem að margra mati er hápunktur hátíðarinnar. Ingólfur �?órarinsson, Selfyssingur og Eyjamaður er verðugur arftaki Árna Johnsen sem trúlega hefur ekki gert sér grein fyrir hvað var að verða til þegar hann sló fyrstu tónana í Brekkusöng í Herjólfsdal árið 1977. �?að fræ sem þar var sáð hefur vaxið og dafnað og náði enn nýjum hæðum á sunnudaginn þar sem Ingó fór fyrir fjölmennasta Brekkukór frá upphafi.
Hátíðin var sett í frábæru veðri og að viðstöddu fjölmenni. �?ar var blásið í lúðra, kórsöngur fyllti Dalinn, séra Viðar Stefánsson flutti hugvekju og ræður voru fluttar. Hátíðarræðuna flutti Arndís María Kjartansdóttir og setti hátíðina í skemmtilegt samhengi við eigið líf og reynslu. Stefán Jónsson, varaformaður ÍBV-íþróttafélags setti hátíðina. �?á var komið að bjargsigi ofurhugans Bjarts Týs �?lafssonar sem aftur er orðið hluti af setningunni.
Fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir börnin eins og áður þar sem Brúðubíllinn var í stóru hlutverkin eins og venjulega. Einnig komu fram Emmsjé Gauti og BMX-Brós.
Á kvöldvökunni komu fram okkar kona, Sara Renee, Hildur, Ragga Gísla sem frumflutti þjóðhátíðarlagið sitt, Sjáumst þar, Riggið hans Friðriks �?mars, Regína �?sk, Eyþór Ingi, Selma Björns, Jógvan og Matti Matt og Emmsjé Gauti. Á miðnæturtónleikum eftir brennu komu fram Emmsjé Gauti, Aron Can og Herra Hnetusmjör.
Á Stóra sviðinu um nóttina voru það Eurobandið, Dj Bjarni og Basic House Effect sem léku fyrir dansi. Á Tjarnarsviðinu voru það Eyjadrengirnir í hljómsveitinni Brimnes sem trylltu lýðinn.
Á laugardagskvöldið komu fram okkar maður, Sindri Freyr, Áttan, Friðrik Dór og FM95BL�?. �?á var komið að einni glæsilegustu flugeldasýningu allra tíma en þar á eftir spilaði Dimma og Páll �?skar og Stuðlabandið fóru mikinn í dansinum um nóttina.
Á kvölddagskránni á sunnudagskvöldið komu fram sigurvegarar í Söngvakeppninni, Daði Freyr, Halldór Gunnar og Albatross ásamt gestum, Sverri Bergman, Birgittu Haukdal, Bjartmari og Jóni Jónssyni.
Ingó og Árni kláruðu Brekkusönginn og eftir blysin voru Albatross og Skítamórall á Stóra sviðinu og Brimnes á Tjarnarsviðinu sem ekki hætti fyrr en slökkt var á þeim klukkan sjö á mánudagsmorguninn.
Margt frábærra listamanna kom fram á þjóðhátíðinni og náðu að heilla gesti með list sinni og krafti. Ekki verða þeir allir taldir upp hér en reynsluboltar eins og Ragga Gísla og Páll �?skar sýndu af hverju þau hafa haldið vinsældum í öll þessi ár. Ragga hefur náð því að vera hluti af hátíðinni frá því myndin Með allt á hreinu var að hluta tekin upp á þjóðhátíðinni 1982. Einn af hápunktum myndarinnar var Einsi kaldi þar sem Ragga og Egill �?lafsson fóru fyrir Stuðmönnum í mígandi rigningu sem engin áhrif hafði á stemninguna.
Frammistaða annarra ræðst af mati hvers og eins, smekk og aldri en þeir sem rætt var við eru í heild ánægðir með dagskránna og sammála um að listafólkið hafi allt lagt sig fram um að skemmta gestum. Birgitta Haukdal kom skemmtilega á óvart og hljómsveitirnar Brimnes, Albatros og Stuðlabandið kunna tökin á að koma fólki í gírinn í dansinum.
Já, það var mikil gleði á �?jóðhátíð þetta árið og samhugurinn í Brekkusöngnum var það sem einkenndi alla helgina sem skartaði frábæru veðri, sólskini, nánast logni allan tímann og droparnir sem féllu hefði mátt telja á fingrum annarrar handar. Gott veður er ávísun á velheppnaða þjóðhátíð og það sannaðist í ár. Eins og alltaf er það fólk sem hingað kemur til mikillar fyrirmyndar, vel útbúið og er hingað komið til að skemmta sér með heimafólki og njóta þess sem í boði er. Kíkja í hvítu tjöldin, dansa fram á rauða morgun og skríða í rúmið eða pokann þegar sól var komin vel á loft.
�?að hefur margt breyst frá 1986 en þjóðhátíð er alltaf þjóðhátíð með sínum hápunktum, brennunni á Fjósakletti á föstudeginum, flugeldasýningunni á laugardeginum og Brekkusöngnum og blysunum 143 sem eru glæsilegur lokahnykkur á frábærri dagskrá hátíðarinnar. Og ekki má gleyma �?jóðsöngnum sem Árni Johnsen gerði að hátíðarsöng þjóðarinnar allrar. Hann kom nú fram í síðasta sinn og var stórkostlegt að vera á besta stað í Dalnum þar sem kórinn hljómar sterkast og kallar fram gæshúð trekk í trekk.
Hvítu tjöldin eru líka á sínum stað þar sem fjölskyldur koma saman yfir kaffi og spjalli á daginn og söng og gleði þegar skyggja tekur.