Busun nýnema í Framhaldsskóla Vestmannaeyja er liðin tíð og í hennar stað hittast krakkarnir, í að virðist, skemmtilegu hópefli sem nefnist móttökuhátíð. Fór umrædd móttökuhátíð fram í dag og eins og meðfylgjandi myndir sýna var mikið fjör hjá nemendum skólans, þó svo engin hafi verið krotaður í framan, makaður með slori eða niðurlægður á einn eða annan hátt. Heimur batnandi fer?