�??Við verðum að hætta að tala um samgöngur við Vestmannaeyjar eins og þær séu eitthvað yfirnáttúrulegt fyrirbæri sem enginn ræður við. �?etta mál er hið allra einfaldasta að leysa. �?að þarf einfaldlega fleiri ferðir. �?að má ekki skammta þessa grundvallarþjónustu úr hnefa. Í allt sumar, eins og seinustu sumur, hefur Herjólfur farið of fáar ferðir. �?að þarf átta ferðir á dag þegar siglt er í Landeyjahöfn og þrjár ferðir á dag þegar siglt er í �?orlákshöfn. Fyrst er að horfast í augu við þetta og svo að ganga til þeirra verka að laga stöðuna. Látum skipið einfaldlega sigla á meðan þörf er á,�?? segir Elliði um þá stöðu sem sjávarútvegsfyrirtækin í Vestmannaeyjum standa frammi fyrir vegna aukinna flutninga með Herjólfi.
�?að verður ekki leyst nema með fleiri ferðum, er skoðun fullrúa fyrirtækjanna sem rætt var við í síðustu viku. Elliði ítrekar þá skoðun sína að best væri fyrir Eyjamenn að reka sjálfir Herjólf. ,,�?ar er hvergi hallað á núverandi rekstraraðila sem gerir allt sem hann getur til að uppfylla þann rekstrarsamning sem hann er með við ríkið. Veruleikinn er hinsvegar sá að það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að ætlast til þess að hlutafélag, sama hvað það heitir hafi heildarhagsmuni samfélagsins í huga þegar að svona rekstri kemur. �?að er hinsvegar lágmarkskrafa til okkar hjá Vestmannaeyjabæ að ef við tökum við rekstrinum þá sé rekstrinum eingöngu hagað þannig að hann þjónusti heildarhagsmunina.�??
Elliði segir að á bak við hverja ferð Herjólfs séu lífsgæði, atvinnutækifæri, þarfir og væntingar. �?að má ekki líta á slíkt þröngt heldur þarf að reyna að mæta þessu með svo mikilli þjónustu sem mögulegt er. Sem sagt, látum skiptið sigla á meðan þörf er á.
�??�?ví miður á ég ekki svör við því hver staðan er með skip til að leysa Herjólf af í næsta mánuði. �?rátt fyrir eftirgrennslan hef ég ekki fengið nein svör. Enn og aftur sést og sannast hversu mikil fjarlægð er milli okkar heimamanna og þessarar grundvallar-þjónustu. Við erum einfaldlega ekki við borðið þegar okkar stærsta hagsmunamál er rætt. �?ví verður að breyta,�?? sagði Elliði að lokum.