Hrönn Harðardóttir var ein þeirra sex sem skipuðu golfsveit Golfklúbbs Vestmannaeyja á nýliðnu Íslandsmóti Gólfklúbba eldri kylfinga. Sveitin stóð sig með prýði þó svo hún hafi ekki komist á pall. Hrönn Harðardóttir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Hrönn Harðardóttir.
Fæðingardagur: 22. júlí 1961.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Maki Grettir Ingi Guðmundsson og eigum við 3 börn: Hörð Orra, Söru Sjöfn og Arnar Gauta. Einnig eigum við 5 yndisleg barnabörn og 2 tengdabörn.
Draumabíllinn: Bílinn sem ég á hverju sinni.
Uppáhaldsmatur: Allt fiskmeti.
Versti matur: Súrsaður matur.
Uppáhalds vefsíða: Golf.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Bjöggi Halldórs og Villi Vill.
Aðaláhugamál: Golf og fjölskyldan.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: ??
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar og Stórurð á Austurlandi.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Held alltaf með börnum mínum og barnabörnum þegar þau eru að keppa. ÍBV og Golfklúbbur Vestmannaeyja eru mín íþróttafélög.
Ertu hjátrúarfull: Nei, alveg laus við það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Golf, Metabolic, göngur og sund.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Lítið fyrir að horfa á sjónvarp, en gott að sofa yfir því.
Var ekkert mál að smala í lið: Nei, það gekk vel.
Ertu ánægð með árangur liðsins á mótinu: Já miðað við að þetta er fyrsta sveitakeppnin hjá okkur flestum og ákveðið var að taka þátt 5 dögum fyrir mót og því undirbúningur lítill.
Stefnið þið á að taka þátt á fleiri mótum: Ekki spurning, mætum klárlega að ári liðnu betur undirbúnar og reynslunni ríkari.