�?órhallur Barðason, söngvari, söngkennari við Tónlistarskólann, stjórnandi Karlakórs Vestmannaeyja og ljóðskáld stendur fyrir viðburði í Einarsstofu fimmtudaginn 31. ágúst næstkomandi. Viðburðinn kallar hann Ljóðleika �?órhalls og hefur hann fengið valinkunna tónlistarmenn til liðs við sig. Séra Guðmundur �?rn Jónsson og �?órhallur munu lesa upp úr nýútkomnu ljóðasafni �?órhalls við undirleik Gísla Stefánssonar og tríósins Elda en það skipa þeir Kristinn Jónsson, �?órir �?lafsson og Birgir Nielsen. Karlakór Vestmannaeyja mætir einnig á svæðið og tekur lagið.
Herlegheitin hefjast klukkan 17.30 og er aðgangur ókeypis.