�?að ber vel í veiði fyrir áhugafólk um metnaðarfull erlend skáldverk í íslenskum þýðingum og ekki síst fyrir þá sem huga að lestri unglinga þegar sænski unglingabókahöfundurinn Kim M. Kimselius kemur til Eyja.
Mun hún kynna bækur sínar í Eymundsson klukkan 16.00, á morgun, fimmtudaginn 7. sept.
Kim er afkastamikill rithöfundur og hafa fimm bækur hennar komið út á íslensku og er sú sjötta, Svarti dauði, sem gerist á Íslandi að koma út þessa dagana.
Kim er í vikuferð um Ísland og heimsækir skóla um allt Suðurland, flytur fyrirlestra, segir frá höfundarverki sínu og störfum, spjallar við nemendur og aðra viðstadda og kynnir Svartadauða sem kemur út á íslensku um þessar mundir.
Kim Kimselius er í hópi vinsælustu og afkastamestu barna- og unglingabókahöfunda í Svíþjóð og sumar bækur hennar hafa verið þýddar á mörg tungumál, þar á meðal sex á íslensku, Sú fyrsta, Aftur til Pompei kom út 2009, og síðan komu út bækurnar �?g er ekki norn, Bölvun faraós, Fallöxin, Töfrasverðið og loks Svartidauði. Sögusvið bókanna er sótt í stóra viðburði í mannkynssögunni og gerist sú nýjasta, Svarti dauði á Íslandi. Söguhetjan er alltaf sú sama en umhverfið nýtt.
�??�?að er ekki á hverjum degi sem við fáum í heimsókn rithöfund sem er eins háttskrifuð og Kim,�?? sagði Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss sem hefur veg og vanda að komu hennar hingað til Eyja. �??�?etta er því einstakt tækifæri fyrir alla sem unna bókmenntum og vilja sjá unglingana okkar lesa meira til að koma, spjalla við hana og heyra upplestur úr nýjustu bókinni.
Erla hjá Eymundsson var svo vinsamleg að leyfa okkur að vera hjá sér og vil ég hvetja sem flesta til að mæta, ekki síst skólafólk og nemendur. �?að hefur sýnt sig að höfundar eins og Kim M. Kimselius skipta miklu þegar kemur að lestri unglinga á bókum. Veit ég að kennarar á Suðurlandi hafa tekið henni fagnandi í skóla sína. �?á höfum við Jón �?. �?ór útgefandi hennar mikinn áhuga á því að kynna fyrir henni ýmislegt úr fjölbreyttri sögu okkar á borð við Tyrkjaránið og Heimaeyjagosið því Kim er sífellt að leita að spennandi viðfangsefni fyrir nýjar bækur.�??
Urður bókaforlag á Hellu hefur gefið bækurnar út. �?ær eru allar um ævintýri og tímaflakk unglinganna Ramónu og Theós og vina þeirra, ævintýrabækur sem byggja á raunverulegum atburðum í sögunni og eru í senn spennandi og mjög fróðlegar aflestrar. Í hverri bók er sérstakur staðreyndakafli sem auðveldar lesendum að átta sig á ýmsum þáttum efnisins og að setja það í sögulegt samhengi.
Margar þessara bóka hafa verið notaðar sem ítarefni í sögukennslu í sænskum skólum og þótt þær teljist almennt til unglingabóka höfða þær einnig til eldri lesenda �?? njóta vinsælda meðal unglinga á öllum aldri.
Kynning og upplestur úr bókum hennar verður sem fyrr segir í Eymundsson á morgun, fimmtudaginn 7. september og hefst kl. 16:00. Í tilefni af komu Kim hingað verða bækur hennar til sölu í Eymundsson á sérstöku kynningarverði og ekki æur vegi að gera jólainnkaupin fyrir unglinginn á heimilinu snemma �?? og fá höfundinn til að árita í leiðinni.