Tengingin er fólkið, foreldrarnir og ég kem hingað alltaf þegar ég get
30. september, 2017
�?ær brugðust ekki konurnar, þær frænkur, Anna �?skarsdóttir og Guðrún Einarsdóttir og Katrín Theódórsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir þegar þær rifjuðu upp æskuárin í Vestmannaeyjum í Einarsstofu fyrr í þessum mánuði. Eins og alltaf var fullt hús og engin þreyta komin í dagskrána sem nú var haldin í sjötta skiptið. Og í fyrsta skiptið voru það konurnar sem áttu sviðið.
Vestmannaeyjar um og upp úr síðustu aldamótum má líkja við mósaík þar sem hver hópur hafði sitt afmarkaða svæði sem kannski var bara ein gata. �?ar deildu allir kjörum og þröngt var búið og lítið aflögu þegar allir höfðu fengið nægju sína í mat og klæði. Já, heimurinn var ekki stór: Anna og Guðrún áttu sinn Faxastíg þar sem var pláss fyrir öll trúarbrögð og skoðanir. Miðbærinn var svæðið hennar Katrínar þar sem rúnturinn var miðpunkturinn. Ingibjörg ólst upp í 19 manna stórfjölskyldu að Kirkjubæjarbraut 4 og var Austurbærinn hennar festa í lífinu. Guðrún í �?orlaugargerði sýndi ótvírætt að fólk ofan girðingar er og verður með sín sérkennilegheit og sérvisku og líka visku.
�?að eru forréttindi að fá að upplifa Eyjahjartað sem er þessi ómetanlegi gluggi um það bil 50 til 60 ár aftur í tímann. �?að er hlegið en lífið býður ekki bara upp á gleði og það kemur líka svo vel fram. Og kröpp kjörin voru ekki vandamál, það sátu flestir í sömu súpunni og þekktu ekki annað. En þegar þetta fólk lítur til baka er það hlýja og væntumþykja sem skín í gegn þegar æskuárin í Eyjum eru rifjuð upp. Og Eyjahjartað hefur sýnt hvað við eigum mikið sameiginlegt og þegar upp er staðið eru það Vestmannaeyjar og það mannlíf sem hér þrífst sem gerir okkur öll að Eyjamönnum. Sama hvar við búum.
Hafa unnið gott starf
�?ll stjórn Eyjahjartans var mætt í Einarsstofu þegar þær frænkur, Anna og Guðrún og Katrín, Guðrún og Ingibjörg Bergrós (Beggó) létu ljós sitt skína. Upphaf Eyjahjartans má rekja til þess þegar íbúar við götur sem fóru undir hraun komu saman og rifjuðu upp gömlu góðu dagana. �?etta þróaðist upp í að verða Eyjahjartað þar sem fólk segir frá æskudögunum í Eyjum og þau áhrif sem það varð fyrir. Inn í frásagnirnar fléttast fólk sem setti svip sinn á bæinn og samtímann. Oft eru frásagnirnar á léttu nótunum en lífið er ekki alltaf leikur og það kemur líka fram.
Já, þau Atli Ásmundsson, Einar Gylfi Jónsson og �?uríður Bernódusdóttir að ógleymdum Kára Bjarnasyni eiga mikill heiður skilið fyrir að hafa haldið slætti Eyjahjartans gangandi. �?arna er verið að segja söguna af fólki sem var á staðnum í þess orðs fyllstu merkingu og þessu þarf að halda til haga. �?á er ekki síður frábært að Halldór Halldórsson hefur tekið upp frásagnirnar á myndband sem ekki má týnast. Eins hafa Eyjafréttir sagt frá því sem Eyjahjartað hefur boðið upp á og birt nokkrar frásagnirnar. Allt er þetta efni fyrir sagnfræðinga og þjóðháttarfræðinga framtíðarinnar að skoða.
Pláss fyrir alla á Faxastígnum
Annað sem líka er athyglisvert er hvað heimurinn var lítill. Gatan var allur heimurinn og þar var allt sem þurfti félagslega. �?að kom skýrt fram hjá þeim frænkum, Guðrúnu sem er fædd 1949 og �?nnu sem er fædd 1950. Í frásögnum þeirra vaknaði Faxastígurinn til lífsins eins og hann var og víða var komið við. �?ær töluðu um skömmtunarseðlana sem voru lykillinn að helstu nauðsynjum, biðröðunum þegar eftirsóttar vörur komu í búðir.
Pabbar þeirra settu líka svip á samfélagið, Einar og �?skar Gíslasynir, báðir kenndir við Betel. �?eir gerðu út Gæfuna VE sem var gott pláss. �?að var aldrei róið á sunnudögum og allir voru á jöfnum hlut. Já, hvíldardagurinn var haldinn heilagur hjá Hvítasunnumönnum.
�?ær undirstrikuðu líka að þær hefðu alist upp við ákveðnar lífsskoðanir þar sem mannkærleikurinn var í hávegum hafður og tónlistin skipaði líka stórt hlutverk. Báðar voru hluti af stórum fjölskyldum og alltaf var líf og fjör í barnaafmælum. Eitt áttu mæður þeirra sameiginlegt, þær voru einkabörn þannig að viðbrögðin hafa verið nokkur.
�?að var lifað og leikið sér á götunni og mannlífsflóran var fjölbreytt. Anna og Guðrún sögðu frá prakkarastrikum og pínu svindli til að ná sér í það forboðna. Og þá hvein stundum í pöbbunum sem kunnu að koma sínu til skila þó blótsyrðum væri sleppt. �??Hvurn sjálfan eruð þið að gera.�?? Lengra náði það ekki.
�??Á Faxastígnum var pláss fyrir alla, óháð trú og pólitík,�?? sögðu þær um þessa paradís æsku sinnar.
Beggó og Austurbærinn
Ingibjörg Bergrós, Beggó er fædd 1953 og Austurbærinn er hennar staður. �??Hjarta mitt slær í Austurbænum. �?g er alin upp á Kirkjubæjarbraut 4 á 19 manna heimili. Við áttum nóg af öllu og skorti aldrei neitt. �?að var bara eitt klósett í húsinu og aldrei nein biðröð. En afi var sniðugur, það var enginn spegill á klósettinu en einn frammi á gangi þar sem kvenfólkið gat púðrað á sér andlitið. Já, ég er þakklát hvað var mikið af krökkum í götunni til að leika við,�?? sagði Beggó.
Svo var það frændinn sem kenndi henni ráð við freknum, að liggja í sólinni með sigti yfir andlitinu sem hún gerði. Lá heilan dag uppi á bílskúr en árangurinn var ekki í samræmi við framtakið.
Vöruúrval á þessum árum var ekki nema brot af því sem við þekkjum í dag, eitt epli á mann á jólunum var skammturinn. Og það sýndi sig að ekki borgaði sig að geyma það of lengi. Epli skemmast.
Og Beggó fékk líka að kíkja inn hjá þeim sem meira máttu sín þar sem konan safnaði kristal sem hún sjálf hélt að væri gler. Og svo gerði hún þau mistök að nota ekki gestahandklæðið þegar hún brá sér á klóið. Já, þrátt fyrir allt áttu sumir meira en aðrir.
�??Heimurinn minn var Kirkjubæjarbrautin,�?? sagði Beggó sem aldrei sætti sig við Miðbæinn eftir að fjölskyldan flutti á Hilmisgötuna.
Rúnturinn eini sanni
Miðbærinn var aftur á móti vettvangur Katrínar sem fædd er 1950. Hún fæddist í Reykjavík og fluttist til Eyja tveggja ára þar sem hún bjó fram á táningsárin. Hún á ættir að rekja til Eyja, voru Theódór faðir hennar og Kristján Gíslason, oft kenndur við Klöpp, bræður. Móðir hennar var Ásta �?órðardóttir. �??Saga fjölskyldunnar er saga fjölskyldu þar sem berklar hjuggu skörð í hópinn,�?? sagði Katrín sem minnti á þá ógn sem hvíti dauðinn, eins og berklarnir voru kallaðir voru. Hún minntist líka á afann sem mat kindurnar sína meira en fólkið.
�?egar faðir hennar var ráðinn fulltrúi bæjarfógeta fluttist fjölskyldan til Eyja og bjó á �?ingvöllum til að byrja með. Næsta hús var �?ingholt og Hótel Berg sem var svo ógnar stórt. �??�?á var það Skansinn sem freistaði en var svo hættulegur en fólk var svo samtaka um að passa krakkana,�?? sagði Katrín.
Umhverfið afmarkaðist af rúntinum �?egar kom að því að telja upp vinkonurnar var �?orsteina Grétars efst á blaði. Svo komu þær Binna á Hól, Ásta, Sigga á Stöðinni, Áslaug Bjarnhéðins. �??�?etta var ofboðslega gaman og þetta var æskuárin í hnotskurn,�?? sagði Katrín og snemma var farið að vinna. �??Við �?orsteina vorum níu ára þegar við byrjuðum í humar í Hraðinu og ég man alltaf fyrsta launaumslagið. �?arna var mikill kvennaljómi,�?? sagði Katrín um stelpurnar í Hraðinu sem lýsti næst hýbýlum fólks þar sem ekki var óalgengt að væri stássstofa sem alltaf var lokuð nema þegar gesti bar að garði.
Hvernig tekur maður myndir af dánu fólki
�??�?g man alltaf eftir því þegar Tóta (mamma �?orsteinu) sýndi okkur stofuna í Vegg þar sem fjölskyldumyndir voru áberandi. Mér fannst svo skrýtið hvernig hægt var að taka myndir af dánu fólki.�??
�?eir sem komnir eru yfir miðjan aldur muna örugglega eftir Silvo fægileginum sem notaður var til að pússa silfrið á heimilinu. Einn daginn er Katrín send út í búð til að kaupa Silvo og kom heim með lifur. Já, það var hægt að ruglast þó viljinn til að standa sig væri fyrir hendi.
Sorgin bankaði líka upp á þegar ein vinkonan ferst í bílslysi, eitthvað sem greipist í barnssálina og hverfur ekki.
Um tíma bjó fjölskyldan að Vestmannabraut 25 og flutti þaðan að Fjólugötu 1 sem þau byggðu. �?ar átti afinn að panta sperrur í þakið sem urðu heldur stærri en teikningar sögðu til um. �?ar með varð til pláss fyrir heila íbúð sem kom sér vel.
Einn af nágrönnunum var Palli Steingríms, listamaður sem víða kom við í listinni. �??Hann fór um landið og safnaði grjóti í verk sín sem hann muldi síðan og sjá má í myndum hans sem víða skreyta heimili fólks.�??
�?rettán ára flutti Katrín til Reykjavíkur. �??�?g flutti 13 ára til Reykjavíkur en ég er þakklát fyrir árin í Eyjum og Vestmannaeyjar verða alltaf heim. �?að sem skilur mest eftir er nálægðin við náttúruna og fólkið sem hér býr,�?? sagði Katrín.
Skrýtnir Ofanbyggjarar
Guðrún Garðarsdóttir frá �?orlaugargerði sem er fædd 1955 brá upp skemmtilegri mynd af mannlífinu ofan girðingar þar sem voru og eru Gvendarhús, Steinsstaðir, Norðurgarður, Suðurgarður auk �?orlaugargerðanna tveggja og mynda sjö Ofanleitisjarðir. Í �?orlaugargerði hafa fjórir ættliðir búið óslitið í tvær aldir. Foreldrar Guðrúnar eru Guðrún Jónsdóttir frá �?orlaugargerði og Garðar Arason, verslunarmaður frá Akureyri. �??Afi og amma ólu mig einnig upp ásamt Svölu í Suðurgarði,�?? sagði Guðrún sem dró upp skemmtilega mynd af lífinu ofan girðingar.
Líka fór hún yfir sögu fólks og taldi upp hlunnindi sem fylgdu bæjunum þar sem landbúnaður var stundaður. �??�?g ólst upp í trú á jörðinni og því sem hún gaf til matar og lækninga,�?? sagði Guðrún og nefndi að amma hennar hefði safnað jurtum sem hún notaði til að lækna hina ýmsustu kvilla.
Innan girðingar var allt sem fólkið þurfti og mikil tengsl á milli. �??Mörgum fannst við Ofanbyggjarar vera annar þjóðflokkur sem er örugglega að einhverju leyti rétti. Eins og krökkum er gjarnt gerðum við svo margt sem ekki mátti, eins og fara að jarðfallinu djúpa og út á Hamarinn. �?á var ég hrædd við Olnbogadrauginn,�?? sagði Guðrún sem þurfti að ganga fram hjá Olnboga á leið í og úr skóla.
En hún eins og annað Eyjahjartafólk hefur enn góða tengingu við Vestmannaeyjar. �??Tengingin er fólkið, foreldrarnir og ég kem hingað alltaf þegar ég get til að ná í þann kraft sem hér er,�?? sagði Guðrún að endingu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.