Á dögunum fór Eyjamaðurinn og klifrarinn Bjartur Týr �?lafsson, ásamt þremur öðrum kollegum sínum í viku ferð til Pisa á Ítalíu. Ferðin var partur af samstarfi Íslenska Alpaklúbbsins, Ísalp, og Alpaklúbbsins í Pisa á Ítalíu en í febrúar síðastliðnum tóku þau í Ísalp á móti fimm Ítölum og klifruðu með þeim ísfossa í kringum Reykjavík. Blaðamaður ræddi við Bjart þegar heima var komið.
�??Í Pisa er ýmislegt annað að sjá en Skakka turninn, en þar er endalaust úrval af kalksteinaklettum til klifurs. Skipulag Ítalanna var til fyrirmyndar og erfiðleiki klifursins fór stigmagnandi dag frá degi. Á fyrsta degi fórum við t.d. á frekar verndað og skemmtilegt klifursvæði þar sem leiðirnar voru ekki lengri en 30-40 metrar. Næstu daga eftir voru leiðirnar lengri eða í kringum 200-300 metra háar, allt frá sjávarhömrum og upp í fjöll í um 1000 metra hæð. Tryggt var bæði með boltum sem fyrirfram er búið að koma fyrir í leiðunum en einnig með hefðbundum tryggingum þar sem klifrarinn kemur sjálfur fyrir tryggingum í klettinn sem síðan eru fjarlægðar af þeim sem eltir,�?? segir Bjartur Týr.
Eftir fjóra klifurdaga voru hendurnar orðnar frekar lúnar að sögn Bjarts svo ákveðið var að taka hvíldardag fyrir síðasta daginn. Stóra markmið ferðarinnar var að klífa norðurvegg fjallsins Pizzo D’uccello en leiðin upp vegginn er um 850 metra löng og fær frönsku klifurgráðuna TD- (Tres Difficil/Mjög erfitt).
�??Kvöldið áður keyrðum við að fjallinu og gistum í tjöldum. Við vöknuðum klukkan fjögur og gengum um tvo klukkutíma áður en við stóðum undir veggnum. Klifrið var skemmtilegt og krefjandi en einnig mjög tímafrekt enda hópurinn nokkuð stór í svona verkefni. �?egar við áttum síðasta fjórðung klifursins eftir fór að rigna sem gerði allt mun erfiðara. Bergið var orðið sleipt og við orðin þreytt svo síðustu metrarnir tóku mikið á. Við náðum loksins toppnum rétt fyrir myrkur eftir 12 klukkutíma á veggnum. Við tók tæplega tveggja tíma gangur niður að bíl og þar með var góður klifurdagur á enda,�?? sagði Bjartur að lokum.