Eins og undanfarin ár keyrir KFUM og KFUK á Íslandi verkefnið Jól í skókassa og tekur félagið hér í Vestmannaeyjum virkan þátt í því. �??Jól í skókassa�?? er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir. Með slíkum gjöfum er þeim sýndur kærleikur Guðs í verki. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.
Fyrir jólin 2004 ákvað hópur ungs fólks innan KFUM & KFUK að láta reyna á verkefnið hér á landi. Undirtektirnar voru frábærar og söfnuðust rúmlega 500 kassar það árið. Verkefnið hélt svo áfram að spyrjast út og árið 2005 urðu skókassarnir 2600. Sú tala hefur síðan tvöfaldast því undanfarin ár hafa borist í kringum 5000 gjafir.
Skókassarnir verða sendir til �?kraínu en þar búa um 46 milljónir manna. Atvinnuleysi er þar mikið og ástandið víða bágborið. Á því svæði þar sem jólagjöfunum verður dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku skókössunum verður meðal annars dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Kirkjan í �?kraínu er rússnesk rétttrúnaðarkirkja, en KFUM í �?kraínu starfar innan þeirrar kirkjudeildar.
Hér er um að ræða gott verkefni til að láta gott af sér leiða
Tekið er á móti skókössum í Landakirkju en að jafnaði er opið frá kl. 9:00 – 15:00 virka daga og stendur verkefnið út föstudaginn 3. nóvember. Einnig má fara með skókassanna niður á Flytjanda við Friðarhöfn en Eimskip er einn helsti styrktaraðili verkefnisins. Nálgast má skókassa í Axel �? og Eyjavík.
Undir meðfylgjandi tengli eru nákvæmar upplýsingar um hvernig ber að ganga frá kössunum og hvað má fara í þá og hvað ekki.
http://www.kfum.is/skokassar/