Herjólfur hefur hafið siglingar til Landeyjahafnar aftur. Brottfarir frá Vestmannaeyjum klukkan 15:30 og 18:45 og frá Landeyjahöfn klukkan 17:10 og 19:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi.
Farþegar sem áttu bókað frá Vestmannaeyjum 15:30 til �?orlákshafnar eiga nú bókað í 15:30 til Landeyjahafnar. Farþegar sem áttu bókað frá �?orlákshöfn 19:15 eiga nú bókað í 19:45 frá Landeyjahöfn. Farþegar geta hringt í 481-2800 og fært sig í hinar ferðirnar.
Farþegar eru minntir á að skilja ekki eftir bíla í höfninni þar sem óvissa er með siglingar næstu daga og farþegar lent í vandræðum vegna þessa, segir ennfremur í tilkynningunni. �?á segir að ef gera þarf breytingu á áætlun verður send út tilkynning.