Kæru Eyjamenn
Undirritaður hefur ákveðið að gefa kost á sér í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum og skipa ég efsta sæti á lista Flokks fólksins í kjördæminu. �?g er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum til hagsbóta fyrir Eyjamenn, Suðurkjördæmi í heild og allt landið, ef ég næ kjöri inn á alþingi okkar Íslendinga. �?g bjó hér í 16 ár og tel mig þekkja hvað mæðir á hér í Vestmannaeyjum og vil þar einkum nefna samgöngur, ferðaþjónustu, sjúkraþjónustu og atvinnufyrirtækin. �?annig brenn ég í skinninu til að fá að takast á við að sinna því sem þarf að færa til betri vegar.
Sjúkrahúsþjónusta fyrir íbúana hér er til mikillar skammar og ótækt að sækja þurfi þessa þjónustu að miklu leyti yfir sjó og land langar leiðir. Samgöngumálin virðast aldrei ætla að verða viðunandi og eru á meðan til stórtjóns og óþæginda fyrir íbúa, fyrirtæki og þá sem ykkur vilja sækja heim. Rekstur ferðaþjónustu er svona svipað og að spila í skafmiðahappadrætti, þú veist aldrei hvað kemur í ljós næst.
�?stöðugleiki hefur einkennt umhverfi sjávarútvegsins, aðallega af mannavöldum. �?ar þarf að koma á festu í lagaumgjörð, en fyrirtækjunum ber að greiða sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni til samfélagsins. Flokkur fólksins er almennt með á stefnuskrá sinni að bæta kjör verkafólks, lífeyris- og öryrkja, því þeir hafa sannarlega ekki fengið sinn skerf af hagvexti umliðinna ára. �?etta hyggjumst við leiðrétta með því t.d. að hækka skattleysismörk stórlega.
Auðug þjóð á að hafa efni á að veita öllum sómasamlegt lífviðurværi!
Bestu kveðjur og meira síðar.
X �?? F
Karl Gauti Hjaltason.