Föstudaginn 26. janúar sl. flutti �?ekkingarsetur Vestmannaeyja starfsemi sína í nýtt húsnæði að �?gisgötu 2 en áður hafði �?ekkingarsetrið verið til húsa að Strandvegi 50. Georg Skæringsson er umsjónamaður og verkefnastjóri �?SV og er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Georg Skæringsson.
Fæðingardagur: 23.03.1966.
Fæðingarstaður: Gamli spítalinn í Vestmannaeyjum.
Fjölskylda: Kvæntur Guðnýju Björgvinsdóttur og eigum við þrjú börn, fjögur barnabörn og eitt barnabarn á leiðinni.
Uppáhalds vefsíða: Facebook.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Eighties tónlist og Dire strait.
Aðaláhugamál: Ferðalög, köfun og vera með fjölskyldunni.
Uppáhalds app: Snapchat.
Hvað óttastu: Myrkrið.
Mottó í lífinu: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.
Apple eða Android: Android.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesús.
Hvaða bók lastu síðast: �?tkallsbókina um Pelagus slysið.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Börnin og barnabörnin mín eru auðvitað uppáhalds íþróttamennirnir mínir og að sjálfsögðu ÍBV íþróttafélagið.
Ertu hjátrúarfullur: Já.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Ekki í augnablikinu en stendur alltaf til.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar bíómyndir, helst spennumyndir.
Hvernig líst fólki almennt á nýja húsnæðið: Mjög vel það sem ég hef heyrt.
Gekk allt nokkurn veginn eftir áætlun: Ja, svona smá hnökrar sem má alltaf gera ráð fyrir í svona stóru verki. En ég er alla vega sáttur með þetta.
Munuð þið hugsa til gamla húsnæðisins með söknuðu: Já, að sjálfsögðu. Við vorum búin að vera svo lengi þar. En við höfum bara góðar minningar þaðan. Við vorum náttúrulega í meiri nálægð þar við hvert annað.