Hildur Sólveig Sigurðardóttir, forseti bæjarstjórnar tilkynnti í dag að hún gefi kost á sér í 2.- 3. sæti við röðun á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Fyrstu skrefin í stjórnmálum
Með hækkandi sól fer senn að líða að næstu sveitastjórnarkosningum og er þá gott að horfa yfir farinn veg. �?g fékk þann heiður að verma 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna 2010, þá 27 ára gömul og fékk mína fyrstu nasasjón af virkri stjórnmálaþátttöku. Í kjölfar afgerandi kosningasigurs þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hlaut meirihluta bæjarfulltrúa tókst ég á við krefjandi hlutverk sem formaður þá fræðslu- og menningarráðs Vestmannaeyjabæjar og hef ég setið í fræðsluráði allar götur síðan ýmist sem formaður eða ráðsmaður. �?g er mjög þakklát því trausti sem mér var sýnt á þeim tíma enda hafa störf mín í fræðsluráði reynst mér mikið og dýrmætt veganesti.
Varð óvænt bæjarfulltrúi
Við sveitarstjórnarkosningarnar 2014 sat ég sem fastast í 6. sætinu og hélt áfram virkri þátttöku í fræðsluráði. Kosningaúrslit gáfu Sjálfstæðisflokknum hvorki meira né minna en 73% fylgi og þ.a.l. fimm kjörna bæjarfulltrúa í sjö manna bæjarstjórn. Á kjörtímabilinu lét svo Páley Borgþórsdóttir þáverandi formaður bæjarráðs af störfum sínum fyrir sveitarstjórn þegar hún varð lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Við þær breytingar tók ég sæti sem bæjarfulltrúi árið 2015 og mér treyst fyrir hlutverki forseta bæjarstjórnar. Sú reynsla hefur reynst mér mjög dýrmæt og verið mikill skóli og aftur er ég þakklát því mikla trausti sem mér var sýnt.
Sveitarstjórnarstörf eru ábyrgðarstörf, krefjandi og erfið á tímum en í jafn blómlegu samfélagi og Vestmannaeyjum eru það forréttindi að fá að vinna í þágu samfélagsins þar sem maður er sífellt að upplifa nýja og spennandi hluti, kynnast nýju og ólíku fólki og standa frammi fyrir krefjandi verkefnum. �?að þarfnast þó skilnings og stuðnings frá fjölskyldu og vinum að takast á við slík verkefni sem gjarnan eru tímafrek og er ég einstaklega þakklát þeim mikla stuðningi sem fjölskylda og vinir hafa sýnt mér.
Mikil nýliðun og gott samstarf
Innan bæjarstjórnar hef ég eignast góða vini, bæði innan meirihluta og minnihluta sem ég ber mikla virðingu fyrir þrátt fyrir ólíkar skoðanir oft á tíðum. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn hafa á þessu kjörtímabili setið þrír nýir og ungir bæjarfulltrúar á Eyverjaaldri sem vissulega hafa lagt mark sitt vel á störf bæjarstjórnar undanfarin ár. �?g hef stolt tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið fyrir í samfélaginu á undanförnum árum en framkvæmdagleði hefur sjaldan verið meiri hjá sveitarfélaginu en um þessar mundir. Mikil áhersla hefur verið lögð á þjónustuaukningu við barnafjölskyldur ásamt því að þjónusta við eldri borgara hefur verið efld.
Á þeim tíma sem ég hef setið í bæjarstjórn get ég með fullvissu sagt að bæjarstjórn öll hefur unnið að heilindum í þágu hagsmuna íbúa sveitarfélagsins, samvinna verið almennt góð og farsæl og bæjarstjórn gengið í takt í erfiðum málum á borð við samgöngur. Slíkt hefur samfélaginu vissulega reynst gæfuspor því það er engin betri afsökun fyrir ríkisvaldið að fresta stórum ákvörðunum og peningaútlátum en óvissa, óákveðni og ósætti innan raða sveitarstjórna.
Áfram veginn
Eftir vandlega íhugun og samtal við nánustu fjölskyldu og vini hef ég ákveðið að gefa kost á mér í 2.- 3. sæti við röðun á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. �?g er stolt af því að vera félagi í Sjálfstæðisfélagi Vestmannaeyja þar sem fjöldinn allur af öflugu fólki leggur sitt af mörkum við að gera sveitarfélagið okkar eins öflugt og möguleikar standa til. �?g hef gjarnan talað fyrir jöfnum tækifærum kynjanna og rennur mér því vissulega blóðið til skyldunnar að bjóða áfram krafta mína í sveitastjórn sem ung kona. Að því sögðu vona ég þó að fólk líti frekar til starfa minna og þess sem ég hef staðið fyrir á undanförnum árum frekar en kynferðis míns. �?g þakka innilega þá hvatningu sem ég hef fengið á undanförnum vikum og yrði það mér heiður, mikil áskorun og spennandi verkefni að fá að halda áfram störfum mínum í þágu þessa öfluga og óviðjafnanlega samfélags fái ég stuðning til.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Sjúkraþjálfari