Um næstu mánaðarmót mun Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson hætta sem verslunarstjóri hjá Krónunni í Vestmannaeyjum. En hann hefur gengt því starfi við gott orðspor síðustu tvö ár. Olli eins og hann er alltaf kallaður staðfesti þetta við Eyjafréttir og sagði okkur jafnframt að hann sé kominn með nýtt starf hjá Geilsa og mun hann hefja störf þar í apríl. Ekki hefur verið ráðin nýr verslunarstjóri en Olli sagði að það væri allt í vinnslu.
Einhverjar sögur fóru á kreik um að Krónan væri að fara loka, en það er ekki. �??Krónan er ekki að fara loka, enda um þrjú ár eftir af leigusamningnum. Yfirmenn frá Reyjavík voru hérna í síðustu viku í heimsókn og eru þeir ánægðir með búðina og rekstur hennar,�?? sagði Olli að endingu.