Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa um að á Hraunbúðum eru 37 heimilismenn í 29 hjúkrunarrýmum og 8 dvalarrýmum. Fjöldi rýma ræðst af samþykki frá ríkinu og hefur verið óbreyttur í nærri tíu ár. �?ær breytingar sem áttu sér stað á Hraunbúðum nú fyrir skömmu, þar sem byggt var við Hraunbúðir aðstaða með um 5 herbergi og setustofu, var til að mæta tvennu. Í fyrsta lagi að fjölga herbergjum til að hægt sé að rúma alla 37 heimilismenn í einstaklingsherbergjum. Áður var herbergjafjöldinn á Hraunbúðum 33 þannig að heimilisfólk þurfti að deila með sér herbergi. Oft leystist þetta með því að hjón voru tekin samtímis inn á Hraunbúðir. Nú hafa breyttar inntökureglur dregið úr þeim möguleika. Í öðru lagi býður nýja álman á Hraunbúðum upp á betri aðstöðu til að þjónusta heimilismenn með miklar sérþarfir. �?ar er átt bæði við fólk með alvarlega heilabilun og/eða hreyfivanda.
Sem fyrr segir er fjöldi heimilismanna sá sami og áður. Mat á hjúkrunarþörf á Hraunbúðum segir að hjúkrunarþyngdin þar er einnig sú sama sl. þrjú ár. Umönnunarþörfin er oft misjöfn yfir daginn og yfir tímabil og álagið eftir því. Unnið hefur verið að ýmsum breytingum innanhúss til að einfalda verkferla og auka gæði í umönnun og hjúkrun. Lyfjaskömmtun hefur verið einfölduð og sjúkraskráningarkerfið virkjað. Hraunbúðir hefur yfir að ráða úrvals fólki sem sinni starfi sínu að alúð og metnaði. Til marks um það er umsagnir heimilismanna og aðstandenda.
Mönnun í umönnun og hjúkrun er misjöfn yfir daginn. Fyrir hádegi á virkum dögum eru allt að 10�??11 starfsmenn sem sinna þessari þjónustu og þar af 2�??3 hjúkrunarfræðingar. Eftir hádegi eru starfsmenn um 6�??7 (þ.a. 2-3 hjúkrunarfræðingar) og á kvöldin 5�??6 starfsmenn (þ.a. 1 hjúkrunarfræðingur). Á nóttunni eru 2 starfsmenn auk hjúkrunarfræðings á bakvakt. Alltaf er hægt að kalla út lækni. Mönnun um helgar er minni enda ekki sama þjónusta og á virkum dögum. Til viðbótar við mönnun í umönnun og hjúkrun er annað starfsfólk í húsinu t.d. íþróttakennari á morgnana sem er alltaf með hluta heimilismanna í þjálfun, iðjuþjálfi og svo starfsfólk í eldhúsi sem færir heimilisfólkinu matinn.
Bætt var starfsmönnum í umönnun í lok síðasta árs og svo aftur tveimur starfsmönnum á vöktum á daginn við opnun á nýju aðstöðunni (alls 13,5 vinnustundum pr. dag). Aukning tekna sem og launakostnaður á Hraunbúðum hefur haldist í hendur sl. fimm ár og aukist um 30% á verðlagi ársins 2017. Starfsmannahaldið og annar rekstur Hraunbúða er algjörlega háð því framlagi sem ríkið leggur til stofnunarinnar.
Vestmannaeyjabær hefur lagt sig fram við að halda uppi eins góðri þjónustu á Hraunbúðum og kostur er. Til marks um það hefur sveitarfélagið lagt til þjónustunnar allt að 350 milljónum sl. áratug til viðbótar við það fjármagn sem ríkið skammtar til hennar.
Markmið næstu ára er að auka gæði þjónustunnar, vinna að fjölgun hjúkrunarrýma, vinna að auknu rekstrarfé og tryggja áfram góða og metnaðarfulla umönnun og hjúkrun til heimilismanna. �?etta markmið næst með öflugri samvinnu og samstarfi allra þeirra sem vilja styðja við starfsemi Hraunbúða, sveitastjórnar, starfsmanna, aðstandenda og velunnara.