Bikarmót FSÍ í stökkfimi fór fram hjá Aftureldingu laugardaginn 10. mars sl. Fimleikafélagið Rán sendi þrjú lið til keppni og segja má að öllum liðunum hafi gengið mjög vel.
�?jálfarar stelpnanna eru Sigurbjörg Jóna Ísfeld Vilhjálmsdóttir og Eínborg Eir Sigurfinnsdóttir. Liðin eru skipuð fjórum til sjö keppendum og tvær af stúlkunum í 3. flokki kepptu einnig með 2. flokki. Stelpurnar í 3. flokki B enduðu í 2. sæti, 3. flokkur A endaði einnig í 2. sæti og stelpurnar í 2. flokki A urðu bikarmeistarar.