Stuttar veiðiferðir og landa síðan fullfermi
Ísfisktogararnir hafa verið að fiska vel að undanförnu�??, sagði Arnar Richardsson hjá Berg-Huginn í samtali við Eyjafréttir. �??Bergey og Vestmannaey fara í stuttar veiðiferðir og landa síðan fullfermi, �?? sagði Arnar.
Bæði skipin héldu til veiða á föstudaginn og lönduðu síðan fullfermi á sunnudaginn. �??Lagt var úr höfn á ný á sunnudagskvöld og er ráðgert að þau landi bæði í dag þá verður Vestmannaey búin að landa yfir 600 tonnum og Bergey rúmlega 500 tonnum það sem af er marsmánuði. Skipin hafa að mestu fiskað við Vestmannaeyjar og hefur afla skipanna verið ráðstafað með svipuðum hætti og áður,�?? sagði Arnar að endingu.

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.