Ráðningar hjá Herjólfi ohf.
Á fundi bæjarstjórnar þann 15. maí síðastliðinn var samþykkt einróma að stofna opinbert hlutafélag utan um rekstur Herjólfs. Einnig var skipað í stjórn hlutafélagsins. Stjórnina skipa Grímur Gíslason, Lúðvík Bergvinsson, Páll �?ór Guðmundsson, en þeir sátu í stýrihópi sem fór fyrir viðræðum við ríkið um yfirtökuna á rekstri ferjunnar. Grímur var stjórnarformaður Herjólfs hf. á sínum tíma. Auk þeirra eru í stjórninni Arndís Bára Ingimarsdóttir og Kristín Jóhannsdóttir. í varastjórn eru Birna �?órsdóttir og �?löf Aðalheiður Elíasdóttir.
Framkvæmdarstjóri og vélstjóri
Á fundinum ræddi stjórnin ráðningu framkvæmdastjóra. Samþykkt var að fela Grími Gíslasyni formanni stjórnar í samráði við settan famkvæmdastjóra að ganga frá auglýsingu þar að lútandi. Ekki hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri en prófkúru hafi félagsins þangað til ráðin verður framkvæmdastjóri er Sigurbergur Ármansson fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar. Einnig var rætt á fundinum ráðning vélstjóra, en fyrir liggur að senda þarf vélstjóra í þjálfun til Póllands sem allra fyrst og eigi síðar en í júní. Samþykkt var að fela Grími Gíslasyni formanni stjórnar í samráði við settan framkvæmdastjóra að ganga frá auglýsingu þar að lútandi.
Fljótlega munu sjást auglýsingar frá okkur
Grímur Gíslason formaður stjórnar Herjólfs Ohf. sagði í samtali við Eyjafréttir að stjórnin væri að vinna að þessum málum sem og öðrum sem að snú að yfirtökunni á rekstrinum og sagði að í mörg horn væri að líta. �??�?g reikna með að fljótlega muni sjást auglýsingar frá okkur um einhver störf en ég get ekki útlistað það nánar á þessu stigi þar sem verið að að vinna undirbúningsvinnu sem þarf að klára áður en það gerist,�?? sagði Grímur þegar hann var spurður um næstu skref í ráðningarmálum félagsins.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.