�?egar í kjörklefann er komið
Nú styttist í kjördag og hafa framboðin þrjú verið ötul í að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. �?að er misjafnt hvaða aðferðir frambjóðendur nota til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Við hjá Fyrir Heimaey höfum valið þann kost að kynna okkur og okkar áherslur án þess að fara með umræðuna ofan í forarpitt. Fólk er komið með nóg af slíku og við teljum að svoleiðis vinnubrögð séu engum til framdráttar. �?egar rökþrota einstaklingar eru komnir upp við vegg, þá ráðast þeir á persónur eða reyna að leita inn á samvisku annarra og fá samúð. �?etta þekkjum við allsstaðar í kringum okkur, en pössum okkur á að vera meðvituð um þessa hluti og láta ekki glepjast.
�?egar í kjörklefann er komið þá stendur kjósandinn einn frammi fyrir vali sínu og engum kemur það við hvar x-ið er sett. �?að krefst kjarks og þors að knýja fram breytingar. �?ær breytingar sem Fyrir Heimaey boðar snerta alla íbúa Heimaeyjar. Við viljum aukið íbúalýðræði, betri og skilvirkari stjórnun og opið bókhald svo eitthvað sé nefnt. Til þess að ná fram þessum breytingum þá þurfum við á þínum stuðning að halda og hvetjum þig því til að setja X við H í kjörklefanum.
Leó Snær Sveinsson, formaður bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.