�?að fer ekki framhjá neinum að sveitarstórnarkosningar eru á morgun.
Hér í Vestmannaeyjum hefur valist ágætisfólk á framboðslistana, enda varla von á öðru því hér býr ágætis fólk.
Á einum þessara lista, H listanum, í öðru sæti er dóttir mín Jóna Sigríður Guðmundsdóttir.
Hélt satt að segja að hún sem og hin börnin okkar �?uru hefðu fengið nóg af stjórnmálabrölti mínu á sínum tíma, 20 ára tímabil í bæjarstjórn, oftast sem aðalfulltrúi, stundum í meirihluta en oftar í minnihluta.
�?g er stoltur af börnunum okkar og afkomendum og þá ekki síst vegna þess að þau taka sínar ákvarðanir eftir eigin samvisku.
Hafa sínar skoðanir, hlusta á aðra, rökræða og komast að niðurstöðu. �?að hafa nefnilega allir eitthvað til síns máls og verðugar skoðanir sem innlegg í umræðuna og ákvarðanartöku.
Mestu varðar að málefnalega sé unnið og með það er ég ánægður að hafi tekist í þessari kosningabaráttu, hlusta ekki á nokkur niðurrifsverk sem dæma sig sjálf og þá sem þau stunda.
�?g er stoltur af þessu skrefi dóttur minnar í sínu lífi. Verðugur vettvangur til að leggja sitt af mörkum til betra samfélags.
Og ekki er það verra hversu vel hefur tekist til með skipan H listans.
Gangi ykkur vel H lista fólk, ég set X við H á morgun.
Guðmundur �?. B. �?lafsson,