Til upplýsinga frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér þessa punkta til upplýsinga.

– Drónar verða ekki leyfðir í Herjólfsdal frá kl. 13 föstudaginn 3. ágúst til mánudagsins 6. ágúst. Nokkrir Drónar verða að störfum í Dalnum á vegum Þjóðhátíðarnefndar.

– Bekkjabílar á vegum Þjóðhátíðar munu ganga eftirfarandi leið:

Frá Herjólfsdal, niður Heiðarveg,  austur Strandveg, upp Kirkjuveg, fram hjá Goðahrauni og enda í Herjólfsdal. Á ákveðnum tímum mun hann fara öfugan hring.

– Fólki er bent á að nýta bílastæði við Íþróttamiðstöðina yfir daginn. Boðið verður uppá almennar sætaferðir frá Íþróttamiðstöðinni á eftirfarandi tímum:

Föstudagur
Í Dalinn 13:45-14:15 –  Úr Dalnum 17:30

Laugardagur
Í Dalinn 14:45-15:15 – Úr Dalnum 17:00

Sunnudagur
Í Dalinn 14:15-14:45 – Úr Dalnum 17:00

Athugið að nauðsynlegt er að hafa sótt armband til að nýta þessa þjónustu.

– Hátíðin verður sett föstudaginn 3. ágúst kl. 14:30.

– Stefnt er að því að gera stutt kaffihlé eftir setningu áður en barnadagskráin hefst.

– Fimleikafélagið Rán sem hefur verið hluti af dagskrá hátíðarinnar í all mörg ár við setninguna verður nú með sína sýningu sunnudaginn 5. ágúst.

– Barnadagskráin laugardaginn 4. ágúst hefst kl. 15:30 vegna leiks ÍBV og Fylkis sem er á Hásteinsvelli kl. 13:30

– Talsmaður þjóðhátíðarnefndar er Jónas Guðbjörn Jónsson en með honum í nefndinni sitja

Dóra Björk Gunnarsdóttir formaður

Arnar Richardsson

Birgir Guðjónsson

Guðjón Gunnsteinsson

Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir

Sigurjón Viðarsson

 

Búslóðafluttningar eru á eftirfarandi tímum:

Fimmtudaginn 2. ágúst 11:30 til 15:00 og 17:30 til 20:00

Föstudaginn 3. ágúst  9:00 til 11:30

Á öðrum tímum verður Dalurinn lokaður fyrir umferð.

– Að lokum er hér hægt að kynna sé allar upplýsingar um gæslu hátíðarinnar og afstöðu félagsins gegn ofbeldi

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.