Einar Óskarsson frá Stakkholti - minning
23. ágúst, 2018
EINAR ÓSKARSSON – 7. janúar 1952 – 24. júlí 2018.

Einar í Stakkholti er látinn og það er sárt að horfa á eftir miklum hæfileikum og lífsgleði með ótímabærum dauða. Einar ólst upp í nærveru við ær og kýr á mörgum heimilinum við Vestmannabraut og sem barn var hann við bústörf hjá afa og ömmu á Arnarhóli, sem hann nefndi síðar heimili sitt í Kollafirði. Ég man hvað ég horfði stoltur á frænda minn þegar ég ólst upp í rishæðinni í Stakkholti. Hann var kröftugur og lífsglaður ungur maður með afar smitandi hlátur og góða nærveru. Gaui og Raggi á Látrum voru í næsta húsi eins og frændur okkar á Faxastíg 2b, Þorsteinn, Gísli, Snorri og Kristinn. Þessir peyjar voru að upplagi náttúrubörn sem ólust upp í samfélagi dýra og náttúru Eyjanna. Veiði- og fjallamennska var stór þáttur í æsku þeirra. Loftrifflar og byssur komu fljótt við sögu hjá mörgum Eyjapeyjum og Einar var áhugasamur um skot- og veiðimennsku. Við Einar ræddum það á spítalanum síðasta haust og vetur hvað lífið var frjálslegt í Eyjum í gamla daga, þegar hann og peyjarnir voru farnir að skjóta úr rifflum og haglabyssum rétt uppúr fermingu. Ég man þegar fugl var skotinn niður á strompinum á Björkinni hjá Halla Kela og Öllu. Fjaðrir, fiður og blóð dreifðist um þakið og þakrennuna þar sem fuglinn sjálfur lá steindauður. Þá var hlaupið með stiga og fuglinn sóttur áður en Halli Kela áttaði sig, en snyrtimennið var marga daga að hreinsa blóð af þakinu og rennunni með borðtusku. En vatni var safnað af þökum húsa í Eyjum á þessum árum og ekki gott að fá mikið af fjöðrum og fuglablóði í neysluvatnið. Þetta var ekki í eina skiptið sem byssuskot komu við sögu milli húsa í miðbænum í Eyjum. Byssuhvellir og blóðugar vambir í sláturtíðin á haustin, gærur á veggjum og lambahausar í hrúgu. Lóðirnar voru eins og vígvellir hjá Siggu frænku í Breiðholti og afa á Arnarhóli. Ef þetta gerðist í dag væri sérsveit lögreglunnar mætt á þyrlum til að skakka leikinn. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi amast yfir þessu eða Einar skammaður af ráði fyrir þessi strákapör í gamla daga. Þá man ég hvað mér þótti hann glæsilegur á svörtu 150 cc Hondunni sem hann átti. Það var toppurinn í þá daga þegar helstu töffarar bæjarins óku um á slíkum ofurhjólum. Einar í Stakkholti var fyrirferðarmikill ungur maður sem hafði ekki látið námið trufla æskugleðina. En hann tók kúvendingu við 17 ára aldur og sneri sér að náminu að fullu. Lauk landsprófi og fór í Menntaskólann á Laugarvatni sem hann tók með trompi og varð líffræðingur frá Háskólanum í Pittsburgh í USA og kennari við MH í áratugi. Hann vann fyrir náminu heima í Eyjum á sumrin og vorum við saman á sjó sumarið 1972 og svo kom hann með Peggý og þau unnu við hreinsunina í Eyjum sumrin eftir gos. Þá var oft mikið fjör á sögukvöldunum en Einar eins og margir í okkar fjölskyldu afbragðs sögumaður. En fjörið var valtara þegar líða tók á fullorðinsárin og þó að vinirnir væru margir var einn óvinur sem hann réði ekki við. En góðu minningarnar lifa í hjörtum okkar. Blessuð sé minning frænda míns Einars í Stakkholti. Ég votta börnum hans, systrum og fjölskyldu samúð.

Ásmundur Friðriksson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst