Klof­inn dóm­ur snýr við nauðgun­ar­dómi

Lands­rétt­ur sneri í dag við dómi héraðsdóms sem áður hafði dæmt ung­an mann í tveggja ára fang­elsi fyr­ir að nauðga fyrr­ver­andi kær­ustu sinni á þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um árið 2015. Klofnaði Lands­rétt­ur, en tveir dóm­ar­ar töldu að snúa ætti dómn­um við, meðan einn taldi rétt að staðfesta dóm héraðsdóms. Var maður­inn því sýknaður.

Maður­inn og kon­an voru á þeim tíma sem at­vikið átti sér stað 18 og 17 ára. Höfðu þau áður verið í sam­bandi í sjö mánuði og fram kem­ur í dóm­in­um að í nokkra mánuði fram að þjóðhátíð áfram sofið sam­an þrátt fyr­ir að vera hætt í sam­bandi. Þau hitt­ust svo þessa helgi í Herjólfs­dal og fóru sam­an í tjald manns­ins.

Bæði voru sam­hljóða að mestu um aðdrag­anda þess að þau fóru sam­an í tjaldið og hófu sam­far­ir. Hins veg­ar sagði kon­an að í um­rætt skipti hefði maður­inn beitt mun meiri hörku, slegið hana fast, stungið putta í endaþarm henn­ar, kyrkt hana, klipið í brjóst henn­ar og kallað hana ill­um nöfn­um.

Kon­an mætti á lög­reglu­stöðina í Vest­manna­eyj­um dag­inn eft­ir og gaf skýrslu vegna kyn­ferðis­brots. Í ljós kom meðal ann­ars að hún var með mar á hálsi, vör, rasskinn, læri og brjósti. Þá var hún með húðrisp­ur á háls og baki auk þess sem skoðun leiddi í ljós eymsli við endaþarm­sop.

Fyr­ir héraðsdómi sögðu þau bæði að þau hefðu prófað ým­is­legt í kyn­lífi sam­an áður og það hafi verið gert með full­um vilja beggja. Þá hafi þau bæði stungið upp á ýms­um kyn­lífs­at­höfn­um, meðal ann­ars endaþarms­mök­um, sem þau hafi stundað sam­an. Þá sagði hann einnig að henni hafi líka að vera kyrkt lít­il­lega. Taldi hann að mögu­lega hefði hann verið aðeins harðhent­ari í þetta skiptið vegna ölv­un­ar, en að hann hafi talið verknaðinn vera með vilja beggja.

Ekki er byggt á því í ákæru að maður­inn hafi þvingað kon­una til sam­ræðis með of­beldi, held­ur að meint nauðgun­ar­brot fel­ist í of­beldi og ólög­mætri nauðung við sam­far­ir. Meiri­hluti dóms í Lands­rétti taldi ljóst með hliðsjón af fyrri sam­skipt­um þeirra, meðal ann­ars kyn­lífs þar sem þau hafi stundað endaþarms­mök, sé því ekki slegið föstu að hafið sé yfir all­an vafa að ásetn­ing­ur hafi staðið til þess að maður­inn beitti kon­una meiri hörku en hún væri samþykkt.  Er það þrátt fyr­ir að ljóst sé út frá áverk­um á kon­unni að maður­inn hafi beitt hana veru­legu of­beldi í um­rætt skipti.

Er maður­inn af þeim sök­um sýknaður og all­ur sak­ar- og áfrýj­un­ar­kostnaður greidd­ur úr rík­is­sjóði.

Sig­urður Tóm­as Magnús­son, dóm­ari við Lands­rétt, skilaði sér­at­kvæði í mál­inu og sagði að miðað við þá áverka sem væru á kon­unni þyrfti að liggja fyr­ir skýrt samþykki kon­unn­ar. „Of­beldið var raun­ar svo gróft að það kallaði á skýrt samþykki brotaþola fyr­ir því að vera beitt slíku of­beldi. Þannig braut ákærði með aug­ljós­um hætti gegn sjálfs­ákvörðun­ar­rétti og kyn­frelsi brotaþola meðan á sam­förum þeirra stóð,“ seg­ir í sér­at­kvæði hans. Þar er þó tekið fram að at­vik sem teng­ist því að maður­inn hafi stungið putta í endaþarm henn­ar, með hliðsjón af fyrri sam­skipt­um þeirra, geti ekki tal­ist nauðgun. Gróft of­beldi og skort­ur á skýru samþykki kalli að hans mati hins veg­ar á að sak­fell­ing­ar­dóm­ur héraðsdóm eigi að standa.

Mbl.is greindi frá 

Nýjustu fréttir

Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.