Frístundastyrkur í boði frá tveggja ára aldri
8. október, 2018
Bæjarstjórn Eyþór
Frá fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudaginn að lækka aldursviðmið vegna frístundastyrks niður í tveggja ára aldur í stað sex.

„Markmiðið með þessari breytingu er að styrkja fleiri aldurshópa til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Því fyrr sem börn byrja að kynnast skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeim mun meiri líkur eru á að þau tileinki sér slíka iðju. Þátttaka í skipulögðu íþrótta- og tómstundarstarfi hefur veigamikil forvarnaráhrif.” Segir í tillögunni sem lögð var fram á 212. fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Mikil umræða skapaðist um þennan lið og bókuðu minni- og meirihluti á víxl.

Minnihlutinn gerði athugasemd við hæfi formanns fjölskyldu- og tómstundaráðs, Helgu Jóhönnu Harðardóttur, til að taka þátt í umræðunni þar sem hún er einnig formaður fimleikafélagsins Rán. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera athugasemd við hæfi formanns ráðsins við umræðu og ákvörðunartöku málsins. Líkt og fram kemur í minnisblaði framkvæmdarstjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs við meðferð málsins er fimleikafélagið Rán eina félagið sem er með skipulagt íþrótta- og/eða tómstundastarf fyrir 2ja til 6 ára aldur með gjaldtöku. Bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þykir óeðlilegt að formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs sem jafnfram er formaður fimleikafélagsins Ránar stígi ekki til hliðar við efnislega meðferð málsins og atkvæðagreiðslu enda hefur félagið og atkvæðagreiðslu enda hefur félagið óneitanlega hagsmuni að gæta við samþykkt þess. Vönduð opinber stjórnsýsla er hornsteinn lýðræðis en þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð í þessu einstaka máli grafa undan trausti og trúverðuleika stjórnvaldsins.” segir í bókun minnihlutans.

Þessu hafnaði meirihlutinn alfarið og benti á að styrkurinn væri til foreldra en ekki til íþróttafélaganna. „Meirihlutinn harmar óvægnar árásir minnihlutans í ráðinu á nefndarmenn meirihlutans þar sem hæfi þeirra er ítrekað dregið í efa í bókunum frá ráðinu. Frístundasyrkur er greiddur út til foreldra barna og því engir persónulegir hagsmunir nefndarmanna í málinu sem gætu mögulega orsakað vanhæfi.

Fulltrúar minnihlutans lögðu þá fram breytingartillögu um að hækka einnig viðmið frístundarstyrksins upp í 18 ára aldur. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir þau sjónarmið sem koma fram hjá fulltrúum flokksins í Fjölskyldu- og tómstundaráði og telja mikilvægt að sporna við brottfalli ungmenna úr skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, sem er mest á seinni stigum skólagöngu.” 

Meirihlutinn felldi breytingartillöguna og vísaði henni til skoðunar við fjárhagsáætlunargerð ársins 2019. Þetta hörmuðu fulltrúar minnihlutans og sögðu slíka ákvörðun að öllum líkindum rúmast innan fjárhagsáætlunar. „Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma þá niðurstöðu sem hér er staðfest, þ.e. að meirihlutinn vilji ekki auka hag barnafjölskylda með þeim hætti sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði hér til en að mati undirritaðra er forvarnargildi slíkrar samþykktar mikið. Ráðsmenn Sjálfstæðismenn óskuðu eftir við undirbúning málsins að til þessa aldurs yrði horft við undirbúning á breyttum aldursviðmiðum en ekki varð orðið því. Miðað við minnisblað framkvæmdastjóra ráðsins myndi slík ákvörðun að öllum líkindum rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst