Sjálfstæðismenn vilja frístundastyrkinn að 18 ára aldri
9. október, 2018
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram breytingatillögu vegna breyttra aldursviðmiða frístundastyrksins. Frístundastyrkur er upphæð sem er veitt foreldrum árlega til niðurgreiðslu skipulagðs tómstunda- og íþróttastarfs barna sem margsannað er að hafi ótvírætt forvarnargildi og geti dregið úr líkum á frávikshegðun (fíkni-, ofbeldis- og glæpahegðun).

Sjálfstæðismenn vilja hækka aldursviðmiðið m.a. til að sporna við brottfalli á viðkvæmum aldri
Frístundastyrkurinn hefur verið veittur til foreldra barna á aldrinum 6-16 ára en fyrir fundinum lá tillaga um að hann yrði greiddur til barna 2-16 ára en svigrúm er til þess innan fjárhagsáætlunar þessa árs sökum dræmrar notkunar hans. Í fagráði fjölskyldu- og tómstundaráðs vildu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja meiri áherslu á að skoða það að hækka aldursviðmiðið fremur en að lækka það en við úttekt á kostnaðarliðum á næsta fundi ráðsins var ekki tekið tillit til sjónarmiða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Brottfall úr skipulögðum tómstundum og íþróttum er mikið áhyggjuefni þar sem mikilvægt er að börn og ungmenni stundi íþróttir og tómstundastarf sem lengst til að draga úr líkum á því að börn og ungmenni leiðist í neikvæðan lífstíl. Því telja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að bæjaryfirvöld eigi að láta einskis ófreistað í að leggja sitt af mörkum til að hvetja þennan aldurshóp til félagslegrar þátttöku og íþrótta- og tómstundastarfs. Því lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram þá tillögu í bæjarstjórn 4. október síðastliðinn að aldursviðmið frístundastyrksins myndu ná frá 2ja ára aldri til 18 ára aldurs í því markmiði að efla þátttöku þessa viðkvæma aldurshóps í slíku starfi. Draga má líkum að því að slíkt myndi rúmast innan fjárhagsáætlunar þessa árs í ljósi dræmrar notkunar á frístundastyrknum og hægt yrði að taka tillit til þess við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Hins vegar ákvað meirihluti H- og E- lista að fella þá tillögu Sjálfstæðismanna. Það harma bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins en binda vonir við að horft verði til þessa mikilvæga aldurshóps við næstu fjárhagsáætlanagerð.

Að lokum hvetja bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fjölskyldufólk til að kynna og nýta sér frístundastyrkinn en frekari upplýsingar um hann má finna inni á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst